Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 123
ÆVINTÝRIÐ GENGUR LAUST
myndmáli sem tjáir hreina „ævintýrsku“.18 Teikningar Marks Buckmgham
eru fallegar, halda sig vandlega innan nokkuð hefðbundins myndasögustíls
og minna talsvert á hreinlínustíl Hergé sem einkennist meðal annars af
ýkjuleysi og ákveðinni klassískri sýn. Þannig er raunsæislegt yfirbragð á
öllu, bakgrunnar eru vel unnir og persónur teiknaðar í einföldum, skýr-
um og auðþekkjanlegum dráttum. Það tognar svo augljóslega reglulega á
raunsæinu þegar fjallað er um talandi dýr og aðrar furðuverur en stíllinn er
svo vel útfærður að heimurinn er alltaf sannfærandi. Mikilvægi hreinlínu-
útgáfu Buckinghams fyrir söguna birtist til dæmis vel í The Good Prince
en þar á „gesta-listamaðurinn“ Aaron Alexovich eina sögu. Sú saga er í
mun æstari og síður raunsæislegum stíl, línan er lausari og rásar meira til
— enda segir þar frá sjö börnum þeirra Mjallhvítar og Ulfsins, sem loks
náðu saman í gasalega rómantísku fjórða bindi, í miðju stríði í March of the
Wooden Soldiers. Börnin búa öll yfir þeim hæfileika að hafa hamskipti að
vild og eru algerir ólátabelgir og því hentar stíll Alexovich vel til að skapa
rétta andrúmsloftáð fyrir prakkarastrik þeirra. En það er ekki bara hin
klassíska hreinlína sem gefur sögu Willinghams líf í Fables heldur tilfinn-
ing Buckinghams fyrir ævintýralegu umhverfi mitt í öllu raunsæinu. Þetta
kemur meðal annars fram í því að skrifstofa Borgarstjórans er hýst í fremur
litlu venjulegu húsi en í krafid töfra er hún risastór. A myndinni virkar hún
eins og einskonar hellir, fullur af bókum og skjölum — bókavörðurinn er
fljúgandi api — auk ýmiskonar töfragripa, upphengdrar brynju, höfuðs
Frankenstein-skrímslisins og álíka. I iðrum skrifstofunnar er svo að finna
óskabrunninn sem er inngangur í (lokaða) handanheima — og þangað er
önduðum ævintýrum hent, auk þeirra sem eru af ýmsum ástæðum dæmd
til dauða. A sama hátt sýnir Buckingham stórkostlega takta þegar kemur
að þeim ævintýrum sem ekki hafa mennskt yfirbragð en þau eru dæmd til
einangrunar á stóru býli í grennd við borgina. Þar kennir ýmissa grasa og
lesandi verður að hafa sig allan við að bera kennsl á allar þær ævintýraverur
sem Buckingham smalar saman á býhnu. Blindu mýsnar þrjár, grísirnir þrír
og bimirnir þrír em auðþekkjanleg, auk Stígvélaða kattarins og Þumalínu,
en svo fara málin að vandast því á myndinni er slíkur fjöldi hálfkunn-
uglegra og ókunnuglegra dýra og annarra furðuvera að næsta ógerlegt er
að bera kennsl á alla.
18 Sjá um myndmál sem tjáningarmáta myndasögu: Jan Baetens, „Revealing Traces:
A New Theory of Graphic Enunciation“, The Language of Comics, ritstj. Robin
Wamum og Christina T. Gibbons, Jackson, University Press of Mississippi 2001,
bls. 145-155.
12 I