Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 125
ÆVINTYRIÐ GENGUR LAUST
bækurnar eru kannski augljósasta dæmið um; þrátt fyrir að sögurnar hafi í
upphafi verið ætlaðar bömum fóm eldri lesendur fljótlega að sækja í þær
og enn í dag er Tinni lesinn af fólki á öllum aldri.21 Þetta hefur valdið
vandræðum eins og áður var minnst á en í heildina má þó segja að kost-
irnir séu fleiri en gallarnir. Þrátt fyrir að stór hluti myndasagna sé ædaður
tilteknum lesendahópum, eins og markaðskerfi nútímans krefst, er ljóst
að allt frá fyrstu rótum í dagblaðastrípum og -skopmyndum írá því seint á
nítjándu öld hefur myndasagan verið lesin af öllum aldurshópum. Að hluta
til er þetta bundið fyndninni því þetta dagblaðaefni var einmitt iðulega
kómískt á einhvern hátt. Þannig gátu börn hlegið að því sem þau sáu sem
sakleysislegu bulli meðan eldri lesendur áttuðu sig á margháttuðum félags-
legum og pólitískum vísunum. Þetta á við enn í dag, jafnt í dagblaðaefni
sem öðrum myndasögum.22 Myndasöguhöfundar eru iðulega meðvitaðir
um þessa margháttuðu möguleika formsins. Sem dæmi má nefna bæk-
umar um Astrík efdr þá René Goscinny og Albert Uderzo en þær vom
beinlínis hannaðar til að höfða til fleiri en eins aldurshóps. Þannig em sög-
urnar fullar af revíu-húmor og hasar til að gleðja yngri lesendur en jafh-
framt innhalda þær fjölmargar menningarlegar tilvísanir með tilheyrandi
tdlbrigðum við sögulegar og menningarlegar klisjur sem eldri lesendur
bera kennsl á og skemmta sér yfir.23 Slíkar tilvísanir birtast bæði í tungu-
máli, sem getur verið erfitt að þýða, og í myndmáli, sem flyst auðveldlegar
á milli málsvæða.24
Astríks-sögumar komu fyrst út árið 1959 og vom einnig ætlaðar sem
andhverfa bandarísku ofurhetjusögunnar sem þá sem nú vom eitt helsta
auðkenni myndasögunnar. Bent hefur verið á að ofurhetjan sé eina fyrir-
21 Höfondar The Pocket Essential Tintin, Jean-Marc og Randy Lofficier, halda því
reyndar fram að Blái lótusinn, fimmta Tinnabókin (1934-1935), hafi verið fyrsta
myndasagan sem ijallaði um málefrii fullorðinna (innrás Japana í Kína og atburði
sem urðu í undanfara síðari heimsstyrjaldar) þrátt fyrir að sagan hafi verið gefin út
sem barnabók. Sjá Jean-Marc og Randy Lofficier, The Pocket Essential Tintin,
Herts, Pocket Essentials 2002, bls. 8.
-- Innan myndasögufræða er almennt álitinn vera nokkur munur á dagblaðamynda-
sögum og myndasögum sem gefhar eru út í sérheftum og bókum. Þannig er talið
að frá og með sameiginlegu upphafi í dagblöðum rétt fyrir aldamótin 1900 hafi
myndasagan þróast í tvær áttir, þó þær séu ekki endilega alltaf ólíkar.
23 Sjá Peter Kessler, The Complete Guide to Asterix, London, Hodder Children’s Books
1995.
24 Sjá um orðaleild og mikilvægi þeirra í Astríksbókum, Matthew Screech, Masters of
the Ninth Art: Bandes Dessiniées and Franco Belgian Identity, Liverpool, Liverpool
University Press 2005.
I23