Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 128
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
að gera sér að góðu að setja sig inn í allt það sem skrifað hefur verið áðm-
og geta skapað sannfærandi framhald sem heldur öllum atriðum, stærri og
smærri, til haga.
Ævintýri úr helvíti
Þessi breiða þekking er einnig áberandi einkenni í Fables og í fyrrnefndri
seríu Mignola, Hellboy, en fyrsta bókin í henni kom út árið 1994. Báðar
seríurnar virka einmitt með því að nýta sér kunnuglegar sögur — klass-
ísk ævintýri, þjóðsögur, barnabókmenntir, goðsögur — og spinna úr þeim
nýjan vef. Þetta gerir sögurnar aðgengilegri breiðari lesendahópi en ofur-
hetjusagnabálkamir sem hafa tilhneigingu til að vera ógagnsæir einmitt
vegna þess mikla sagna-farangurs sem þeir bera með sér. I Hellboy fer
Mignola þó þá (velþekktu) leið að blanda sögu sína ofurhetjusteíjum en
sagan er blanda af ofurhetjusögu og hrollvekju. Fables inniheldur minna af
vísunum tdl ofurhetja þó Ulfurinn beri \dssulega nokkur slík einkenni, sér-
staklega að því leyti sem hann minnir á Wolverine úr X-Men sem einnig er
af einskonar úlfakyni. Sá sagnaheimur sem Hellboy á rætur að rekja til er þó
enn bókmenntalegri en heimur Fables en þar ber hæst skáldverk bandaríska
rithöfundarins og sénátringsins H.P. Lovecraft sem óttaðist kynblendni
mest af öllu og myndi því líklega vera frekar efasemdafullur gagnvart þessu
afkvæmi sagna sinna.35 Auk Lovecrafts (og fleiri hrollvekjuhöfunda) bjóða
Hellboy-sögurnar upp á blöndu af ýmsum goðmögnum hrollvekjunnar, í
bland við þjóðsögur og ævintýri; hér era vissulega vampýrur og varúlfar,
galdramenn og óendanlegur fjöldi drauga en einnig álfar og álfakonungar,
umskiptingar og hafmeyjar. Goð- og þjóðsagnastef era þó meira áberandi
en ævintýrið í sögunum um Hellboy enda er hann sjálfur rættur úr heimi
goðsagna, hálfur djöfull, uppvakinn eða framkallaður af galdrabrögðum
hins næsta ódrepandi Raspútíns, sem við upphaf sagnabálksins er í þjón-
ustu Hitlers og starfar þar ötullega að sigri í krafti yfirnáttúrulegra meðala.
Þó er Raspútín ekki endilega bara umhugað um sigur Hitlers; aðalmark-
mið hans er sigur hins illa almennt og þar á Hellboy að leiða heri allra
myrkravætta. En Hellboy lendir óvænt í fóstri hjá góðu fólki og elst upp
sem vænn og verðugur fulltrúi hins góða þó vissulega geti hann verið nokk-
leyti en því að benda á að ffásagnahefðin hefur alltaf lifað góðu lífi innan afþrey-
ingarbókmennta og þá sérstaklega myndasagna.
35 Sjá grein mína um Hellboy í Lesbók Morgunblaðsins, „Lidi drengurinn frá Hel“, 31.
júlí 2004.
I2Ó