Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 136
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
ingurinn Ænesidemos sem harmar ástandið á efahyggjunni, hvað hún
sé útþynnt. Hann vill endurreisa róttæka efahyggju, en ekki innan aka-
demísku hefðarinnar, sem varla sé viðbjargandi; hann kastar rekuntmr á
akademíska efahyggju og vísar í löngu liðinn heimspeking, Pjurhon frá
Elís (365/60-275/70 f.Kr.) og segir hann vera upphafsmann róttækrar
efahyggju, sem síðan nefnist pyrrhonsk efahyggja.2 Hún hefur varðveist
í ritum efdr Sextos Empeirikos (kr. 200 e.Kr.). Saman áttu akademíska
og pvrrhonska efahyggjan eftir að valda nokkrum straumhvörfum hjá
heimspekingum nýaldar. Eitt af því sem einkennir verk þeirra eru til-
raunir til að yfirvinna efahyggju og finna öruggan grundvöll þekkingar.
Þessar tilraunir tengjast kynnum þeirra af þekkingarfræði fornaldar, bæði
verkum stóumanna og akademískra efahyggjumanna (einkum úr ritum
Cícerós), en ekki síst verkum eftdr þennan gríska efahyggjumann, Sextos
Empeirikos, sem þýdd voru á latínu um miðja 16. öld.2
Það hefur löngum tíðkast að taka Ænesidemos trúanlegan og telja
heimspeki Pyrrhons eldra afbrigði af öllu fágaðri heimspeki sem
Ænesidemos kynnti til sögunnar á fyrstu öld f.Kr. og varðveittist síðan
í skrifum Sextosar. En það eru brotalamir á þessari viðteknu kenningu.
Aðrar túlkanir hafa verið settar fram á allra síðustu árum. Samkvæmt þeim
var Pyrrhon ekki efahyggjumaður, strangt til tekið; heimspeki hans stang-
ast í raun á við viðhorf pyrrhonista seinni tíma, þótt hún eigi nógu margt
sameiginlegt með þeim til að geta talist undanfari þeirra eða grundvöllur.
Það er því mikilvægt að skilja hvaða hugmyndir Pyrrhon og síðari pyrr-
honistar áttu sameiginlegar. En útlínur Pyrrhons og heimspeki hans eru
óskýrar, heimildir margræðar og túlkunarleiðir fjölbreytilegar. Líklega
var málið engu auðveldara viðfangs á fyrstu öld f.Kr., þegar Ænesidemos
sagði pyrrhonisma vera róttæka efahyggju og greindi hana frá efahyggju
Akademíminar, hvað þá við lok annarrar aldar e.Kr., þegar Sextos var að
störfum. Tilvísanir beggja til Pyrrhons sjálfs eru varfærnislegar.
Forsendur pyn'h o n wnans
Efahyggja Pyrrhons — ef heimspeki hans er rétmefnd efahyggja — sprett-
2 Heimildir um Pyrrhon, ævi og skoðanir, má finna hjá: Decleva Caizzi (1981), sem
er safh allra brota sem tengjast Pyrrhoni (framvegis skammstafað DC), og Long
og Sedley (1987: kk. 1-3). Viðamesta rannsóknin á Pyrrhoni er eftir Bett (2000).
Almennt um efahyggju fornaldar, sjá Hankinson (1995).
3 Um áhrif grískrar efahyggju á heimspeki snemmnýaldar, sjá Popkin (2003); um
áhrifasögu pyrrhonisma Sextosar, sjá Floridi (2002).
H4