Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 137
ÓSKILJANLEGUR BREYTILEIKI TILVERUNNAR
ur úr ákveðmim jarðvegi. Hún er afsprengi þeirra hugmynda sem mótuðu
heimspekina fyrir lok ijórðu aldar f.Kr. Þetta er fyrst og fremst heimspeki
Demokrítosar, Platons og Aristótelesar. Ein megmhugmynd um þekk-
ingu Hggur eins og rauður þráður í gegnum þessa heimspeki. Við sjáum
hana greinilega bæði hjá Platoni og Aristótelesi. Platon segir við lok 5.
bókar Ríkisins (477a) að það sem sé algerlega, sé algerlega þekkjanlegt.
Hann á við: ef eitthvað er raunverulega til dæmis gott eða kringlótt, þá er
það þekkjanlegt sem gott eða kringlótt. Og Aristóteles segir við upphaf
Eðlisfrœðinnar (184a 10-21) að hinsti veruleikinn sé eðli sínu samkvæmt og
alfarið þekkjanlegur. Þetta er grundvallarskoðun á sambandi þekkingar og
veruleika: veruleikinn er skilgreindur út frá þekkjanleikanum; ef eitthvað
er raunverulega F, þá er það þekkjanlegt sem F. Þessu fylgir náttúrlega: ef
eitthvað er ekki þekkjanlegt sem F (ef ekki er hægt að vita að það sé F), þá
er það ekki í raun F. Pyrrhon byggir heimspeki sína á þessari forsendu.
Athugum fyrst hvemig heimspekingar töldu að hægt væri að afla þekk-
ingar, því fyrir daga Pyrrhons efuðust fæstir um að það væri hægt; þess
vegna var lítdð um efahyggju eða aðra uppbyggilegri þekkingarfræði. I
stuttu máli: þekkmgar er aflað með skynjun á heiminum og rökhugstm um
hann. Gallinn við þessa aðferð kom smám saman í ljós. Hvernig getum við
verið viss um að við skynjum heiminn eins og hann er í raun og veru þegar
skynjanir okkar stangast heiftarlega á, og ekki bara skynjanir, heldur hvers
konar skoðanir byggðar á skynjun og rökhugsun?
Hugum líka að því hvemig veruleikinn hljóti að vera eigi hann að vera
þekkjanlegur, samk\ræmt þesstun heimspekingum. Svarið við því var að
veruleikinn sjálfur hlyti að vera óbrigðull. Hann varð að vera óbreytanlegt
og stöðugt viðfangsefni, alltaf sannur fyrir alla; þetta myndum við kalla
óbrigðult náttúmlögmál. Afstaða Platons er einkar skýr. Hann krafðist
þess að viðföng þekkingar væra eilíf og óbreytanleg og virtnst ávallt og
óbrigðullega vera slík; þetta voru frummyndimar, til dæmis hið hringlaga.
Hið hringlaga sjálft (eða hringurinn sjálfur) getur ekki virst öðmvísi en
hringlaga; það er nauðsynlegt. Hver svo sem skilyrði veruleikans vom, þá
var ávallt gert ráð fyrir óbrigðulleika; vemleikinn hættir ekki skyndilega
að vera svona og verður hinsegin. Þess vegna hafnaði Platon einfaldlega
skynheiminum, því hann er alltaf að breytast í sýndum sínum. Aristóteles
hafnaði honum ekki, heldur útskýrði hann brigðulleikann, en þó alltaf
þannig að veruleikinn, hið þekkjanlega, það sem hann kallaði ffumfor-
sendur, var á bakvið skynheiminn.
x35