Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 138
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Hér er komið að þætti Pyrrhons. Hann býr að sömu grunnforsendu
og aðrir: ef eitthvað er raunverulega F, þá er það þeklqanlegt sem F. Hann
spurði hvernig hægt væri að komast að þessari þekkmgu. Og þá hefst fyrsti
kaflinn í sögu efahyggjunnar; við vitum ekki hvort eitthvað sé F eða ekki-F,
því það er alltaf ágreiningur um hvort það sé F eða ekki-F. Menn greinir
á um hver sé raunin; sýndum mannanna ber ekki saman, og menn komast
ekki út hrir sýndir sínar. Vegna þessa ágreinings er ekki hægt að vera viss,
og þess vegna er þekkingin handan seilingar; brigðulleiki sýirdanna útilok-
ar þekkingu. Þetta var íýrsta skrefið í sögu efahyggjumrar: það er ekki til
neinn mælik\'arði sem sker úr um hver hefur rétt fyrir sér, ekkert tæki sem
útilokar möguleikann á villu, engin aðferð til að öðlast þekkingu.
Nú hefur fi-amhald sögunnar verið túlkað á ólika vegu. Pjurhon hefur
bent á ágreining sýndanna og getur farið tvær leiðir. Hænn gæti sagt að
fyrst sýndir greini á þá eigi einfaldlega að fresta dómi; það séu ekki nægi-
lega góðar forsendur til að fella dóm. Dómsfresiun er leiðin sem Sextos
segir hggja beinast\ið: það er stöðugur og hingað til óleysanlegur ágrein-
ingur um hvaðeina, og þess vegna skulum við fresta dómi; kannski batnar
ástandið seinna. Við skulum líka fresta dómi mn það hvort þekking sé
möguleg, því þessi vandi er jafnóleysanlegur og aðrir. Og þessa leið sagði
Sextos að Pyrrhon hefði farið. Margt bendir þó til þess að Pyrrhon hafi
farið allt aðra leið, því eins og ég sagði áðan, þá bjó hann að sömu gnmn-
forsendu og aðrir. Hvað gerir hann þá við ágreining sýndamia?
Hann bregst við vandanum þveröfugt \dð Platon. Báðir samþykkja að
ekki sé hægt að stóla á sýndir, því þær séu brigðtdar. En meðan Platon
segir að aðeins frammyndir uppfyUi skilyrði þekldngar, segir Pjurhon að
ekkert uppfylh skilyrði þekkingar. Pjurhon er Platon án frummynda. Og
nú leiðir aðeins eitt af því að ekkert sé þekkjanlegt, neffhlega að ekkert sé
raunverulegt. Og þetta er að líkindum yfirveguð afstaða Pyrrhons til veru-
leikans, og þessi skoðun er frábi-ugðin efahyggju. Færum ítarlegri rök fixir
þessari túlkun á Pyrrhoni.
Pyirhon samkvœmt Tímoni
samkvæmt Aristóklesi hjá Evsebíosi
Tímon frá Flíos (325/2-235/30 f.Kr) er mikilvægasta heimild okkar um
heimspekileg viðhorf P\Trrhons (reyndar svo núldlvæg að sumir telja hami
raunverulegan höfund hugmyndanna sem kenndar eru við Pyrrhon, eink-
136