Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 139
ÓSKILJANLEGUR BREYTILEIKI TILVERUNNAR
um þekkingarfræðinnar).4 Merkasti vitnisburðurinn er rakinn af aristótel-
istanum Aristóklesi frá Messenu (frá tímum Agústusar), en varðveittur
hjá Evsebíosi frá Kæsöru (kr. 260-339 e.Kr.) í verkinu Undirbúningifyrir
guðspjöllin.5 I þessum kafla segist Tímon endursegja afstöðu Pyrrhons.
Vitnisburðurinn (PE 14.18.1-5 = DC53) er stuttur en inniheldur umdeild
orðasambönd.
En hann [Pyrrhon] skildi engin skrif eftir sig, en nemandi hans
Tímon segir að þeim sem vilji verða farsæll beri að líta til þessa
þrenns: í fyrsta lagi hvernig hlutir séu í eðli sínu, í öðru lagi
hvaða viðhorf okkur beri að hafa til þeirra, og í þriðja lagi hver
verði afleiðingin fyrir þá sem hafi þetta viðhorf. Tímon segir að
hann [Pyrrhon] hafi sagt (la) að hlutir sé jafh óaðgreinanlegir,
ómælanlegir, óákvarðanlegir (adiafora kai astaþjnéta kai anepik-
ritd). Þess vegna (lb) segi hvorki skynjanir né skoðanir satt eða
ljúgi (dia touto méte tas aisþéseis hémén méte tas doxas aléþeuein é
pseudesþaí). (2a) Þess vegna beri okkur ekki að treysta þeim, (2b)
heldur (beri okkur að) vera skoðanalaus, óvilhöll, stöðug (adox-
astous kai aklineis kai akradantous), og (2c) segja varðandi sér-
hvern hlut að hann sé ekki meira [F] en ekki [F] eða bæði [F] og
ekki [F] eða hvorki [F] né ekki [F] (ou mallon estin é ouk estin é kai
esti kai ouk estin é oute estin oute ouk estin). Tímon segir að fyrir þá
sem hafa þetta viðhorf verði afleiðingin fyrst (3a) að þeir fullyrði
ekkert (afasia) en síðan (3b) hugarró (ataraxid).
Aristókles tekur reyndar fram í inngangi sínum að þessari frásögn að
Pyrrhon telji að við vitum ekkert. Hann veltir þó ekki fyrir sér hversu
sjálfskæð slík skoðun getur verið og vindur sér að greinargerðinni. Fyrsta
spurningin snýr að eðli hlutanna. Okkur er sagt að skynjanir okkar og
skoðanir segi okkur hvorki sannleikann né ljúgi, afþví hlutir eru óaðgrein-
anlegir, ómælanlegir og óákvarðanlegir. Ef þetta er rétt túlkun á textanum,
þá virðist merkingin vera sú að fullyrðingar um hluti séu hvorki sannar né
ósannar af því við getum ekki greint á milli hluta, eða mælt þá, eða ákvarðað
hvernig þeir eru. Til dæmis væri ekki satt að golan væri köld þegar manni
4 Brot Tímons má finna hjá Diels (1901), DC, Lloyd-Jones og Parsons (1983). Um
Tímon sem mögulegan höfirnd pyrrhonismans, sjá Frede (1973: 806), (1997: 262),
Brunschwig (1994), (1999: 250-51), Warren (2002: 97-99). Bett (2000: 8-13, 17-
18) færir rök gegn þeirri skoðun.
5 Prœparatio evangelica, skammstafað PE.
07