Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 142
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Til eru ólík afbrigði af hlutlægri túlkun textans.11 Samkvæmt ítar-
legustu túlkuninni setur Ptnrhon fram kenningu um að vemleikinn sé
óákvarðaður: raunveruleikinn er óákvarðaður í sjálfum sér og þess vegna
er engin fullyrðing um hann sönn eða ósönn.1- Helstu rökin iýæir þess-
ari túlkun eru þau að hún og aðeins hún geti gert setningu lb skiljanlega
sem ályktun af semingu la. Því að setning lb segir Ijóslega, ekki (líkt og
huglæg túlkun benti tdl) að maður geti ekki sagt til um hvort skynjanir eða
skoðanir séu sannar eða ósannar, heldur að þær séu í raun hvorki sannar
né ósannar.
Er hægt að færa rök fyrir huglægri túlkun eftár öðrum leiðum en með
vísan til þeirrar almennu ástæðu að ákjósanlegt sé að eigna Pyrrhoni leið-
arstef efahyggjunnar, þ.e. að við getum ekki ákvarðað hvernig hlutdr eru í
eðli sínu? Ef við gefum okkur að hlutlæg túlkun sé rétt að því leyti að setn-
ing lb feli ekki í sér tilvísun til þess að við getum ekki ák\-arðað sannleika
skynjana og skoðana, þá þyrfti huglæg túlkun að svara tveimur spurn-
ingum: (i) Hvað felur setning lb í sér? Og (ii) hvað felur í sér tilvísun
til vitsmunalegra takmarkana okkar? Athugum fyrri spuminguna: hvað á
Pyrrhon við þegar hann segir að hvorki skynjanir okkar né skoðanir segi
satt eða ljúgi?
Orðin „segja satt“ eru þýðing á grísku sögninni nléþeuein. Nafnorðið
aléþeia getur þýtt sannleikur, eða greinargerð fyrir vermeikanum, en líka
bara vemleiki, hvemig hlutimir eru í raun og veru ogjafiivel hvemig þeir
eru íeðli sínu, en ekki hvemigþeir virðast vera. Ef maður segir sannleikann,
samkvæmt þessari hugmynd, þá gerir maður sanna grein fyrir eðli hlut-
anna. Sögnin aléþeuein í setningu lb á því ekki að koma á óvart. Pyrrhon
svarar fyrstu spurningunni, þ.e. hvernig hlutir eru í eðli sínu, og segir
okkur að skynjanir og skoðanir geri ekki grein h,udr eðli hluta og ástæðan
sé sú sem felst í setningu la. Samkvæmt þessari útleggingu þá er F í raun
x ef ég segi sannlega „x er F“. Pyrrhon segir að skynjanir segi ekki sann-
leikann. Þannig að „x er F“ er ekki satt, þ.e. x er ekki í raun F. En þessi
fullyrðing merkir ekki að skynjanir ljúgi, eins og maður hefði búist við,
því Pyrrhon segir einnig að skynjanir Ijúgi ekki. Sem sagt, „að segja ekki
11 Sjá: DC 225-27, Ferrari (1981: 363), Reale (1981: 315-31) , LS 1F, Hankinson
(1995: 59-62), Bett (1994b: 149-52), (2000: 18-29), Bailey (2002: 27-30),
Chiesara (2001: 93-97) , Warren (2002: 90-94). Ausland (1989) og Bmnschwig
(1994: 190-211) eru á svipuðum slóðum. Long (2006) aðhyllist huglæga túlkun,
ásamt Stopper (1983), Annas og Barnes (1985), Brennan (1998), Svavari Hrafiti
Svavarssyni (2004).
12 Bett (2000).
140