Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 148
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
Athugnm fyrst það sem virðist vera dæmigerður fyrirvari efahyggju-
manns: „eins og mér virðist það vera“. Þótt mögulegt sé að þýða sögnina
katafainesþai á þennan hátt, þá er algengasta merkingin „að vera augljós“.
Sé seinni merkingin það sem átt er við þá er Pyrrhon ekki að skilyrða full-
yrðingu sína að hætti pyrrhonista seinni tíma.221 öðru lagi þarf „rétt mæli-
stika“ ekki að standa eitt og sér heldur getur það staðið með „sannleik-
ans“. Þetta er einmitt það sem þekkingarfræðileg mælistika er, mælistika
sannleikans, og sem slík er hún algeng í grískri og sérstaklega hellenískri
heimspeki. Astæðan fyrir því að „sannleikans“ hefor ekki verið tengt \dð
„mæhstika“ er sú að það er undarlegt að slá vamagla þegar maður býr yfir
réttri mælistiku sannleikans. En ef Pyrrhon er ekki að slá vamagla held-
ur að útskýra hvað honum finnist augljóst, þá er gild ástæða til að tengja
saman „mælistiku“ og „sannleikans“. Að endingu má benda á að orðið
myþos gemr auðveldlega merkt „skáldskapur" eða „goðsaga“, og það er
ekki ólíklegt að á tíma Pyrrhons og Tímons hafi það verið ffummerldng
orðsins. Með þessar breytingar í farteskinu má þýða línurnar á allt annan
hátt en gert hefur verið:
Eg, sem hef rétta mælistiku sannleikans, mun rekja skáldskap,
sem er mér ljóslega slíkur, að eðh hins guðdómlega og góða sé
ævinlega, en ffá þeim verði lífið stöðugast fyrir manninn.
Nú opnast nýir möguleikar. í fyrsta lagi vill P}Trhon segja ffá skáldskap.
Það er augljóst að það sem hann mun segja sé skáldskapur, vegna þess að
hann býr yfir mælistiku sannleikans; sannleikur hans er greindur ffá skáld-
skapnum. I öðra lagi á setningin „sem er mér Ijóslega slíkur...“ \dð skáld-
skapinn en ekki sannleikann sem Pyrrhon býr yfir. Pyrrhon mun segja
okkur skáldskap, en þetta er augljóslega skáldskapur þeim sem veit sann-
leikann. I þriðja lagi er greinargerðin sem siglir í kjölfarið skáldskapur, þar
sem Pyrrhon vísar til eðlis hins guðdómlega og góða. Ljóðlínurnar segja
okkur núna að Pyrrhon hafi í raun talið skáldskap að eðli hins guðdómlega
og góða hafi verið ævinlega uppruni mesta stöðugleika í lífi mannsins.
Þessi túlkun virðist tryggja samræmi við aðra vitnisburði, bæði samkvræmt
huglægri og hlutlægri túlkun.
Athugum að svo búnu fyrstu spurninguna sem sett var ffam í byrjun
þessa kafla, hvernig aðrir vitnisburðir ttm heimspeki Pyrrhons falla að ólík-
um túlkunum á kafla Aristóklesar. Að ofan hélt ég því ffam að grundvall-
22 Um skilning Sextosar á h'nunum, sjá Svavar Hrafn Svavarsson (2002: 254—56).
146