Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 165
Gauti Kristmannsson
Klassík norðursins
Nýting norrænna „fornbókmennta“
til byggingar bresks þjóðararfs
Klassík og fombókmenntir
Klassík er fremur vítt hugtak og kannski heldur oínotað, en í Islenskri orða-
bók frá 2003 er það skýrt „sígild list - tímabil sígildrar listar“. Skoði menn
ritmálssafii Amastofnunar má finna dæmi úr Alfræði Menningarsjóðs frá
1973 eftir Hannes Pétursson þar sem segir: „klassík, [...] gildismat í bókm.;
það, sem skarar fram úr að ágæti, er til fyrirmyndar, sígilt.“ Þessar sldl-
greiningar eru alkunnar og óhætt að fullyrða að um þær sé nokkuð
almennt samþykki. Þá vill hins vegar oft gleymast að það sem undir þær
fellur getur verið breytingum háð og oft ekki almennt samþykki um hvað
telja beri klassískt eða sígilt.
Ætlunin hér er einmitt að kanna tilteknar breytingar á því sem telst
klassískt í bókmenntasögunni með því að skoða hvernig íslenskar, eða
norrænar, miðaldabókmenntir urðu „klassískar“, einkum á Bretlands-
eyjum, en upp úr því víðar um heim.1 Islenskar eða norrænar fombók-
menntir hafa löngum verið viðurkenndar sem klassískar, þótt ekki hafi það
ævinlega verið svo. Þær em t.d. oft kallaðar fombókmenntir, ekki mið-
aldabókmenntir eins og samtímabókmenntir þeirra evrópskar.
Skýringahkönin sem beitt hefur verið, hvort sem þau em fræðileg,
leikmannalíkön eða hstræn, draga líka oftar dám af þeim sem beitt er við
klassíska texta foma, enda nauðsynlegt að orðræðan um verkin endur-
spegh það gildi sem þeim ber að hafa í menningunni. Fræðimenn hafa t.d.
1 Grein þessi byggist á erindi sem flutt var hjá Félagi íslenskra fræða vorið 2001. Eg
þakka Sveini Yngva Egilssyni og ónefndum ritrýnum fyrir góðar ábendingar um
efriið.
i63
Ritið 3/2008, bls. 163-183