Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 166
GAUTI KRISTMANNSSON
sjaldan verið feimnir að kasta Fom-Grikkjum og Fom-íslendingum fram í
sömu andrá, allt til þessa dags.2 3 En það er ekki ætlunin að fara yfir það ferli
allt, enda gerðist það í sjálfu sér töluvert seinna hér á landi en víðast annars
staðar, svo íromskt sem það kann að vera. Að tdsu má kannski telja Am-
grím lærða og ýmsa sem á efrir honum komu, Ama Alagnússon og tleiri,
forboða þessara hugmtmda meðal grúskara og fræðimanna þegar með
endurreisninni í Evrópu, enda í raun angi af sama meiði. En þeir höfðu
aðra launagreiðendur en þá sem vildu láta drauminn um sjálfstætt Island
rætast, Island sem ætti sjálfstæðið skilið ftTÍr þá sök eina að það hefði varð-
veitt klassíkina norrænu.
Markmiðið með þessum orðum er fremur að h'ta andartak á suma
þeirra sem nihtu sér norrænu fombókmenntirnar svonefndu annars staðar
en á Norðurlöndum og höfðu mikið um það að segja hvemig þær vom
síðan skilgreindar sem klassík með þtd að endurtúlka þær í tengslmn rið
eigin þjóðararf í þ\d augnamiði að koma honum upp á sama stall.
Thomas Percy og nýsköpun fornhókmennta
Sá sem hugsanlega gerði mest til þess að norrænar (les íslenskar) miðalda-
bókmenntir urðu að einhverju leyti klassískar í enskum málheinú var
Thomas Percy biskup, fræðimaður, grúskari, þýðandi og skáld. Hann
fæddist 1729 og lifði fjusta áratug mtjándu aldar og einu ári betur. Það
verk sem lengst hefur haldið nafni hans á lofti er ballöðusafiúð Reliques of
Ancient English Poetry sem kom fyrst út í þremur bindmn árið 1765 og í
þremur útgáfum til viðbótar áður en hann lést. Það hefur oft verið endur-
útgefið eftir það, reyndar á talsvert gagnrýnmn forsendum stundmn.-’
Það komu hins vegar margir fleiri við sögu í þessari þróun breskrar, eða
í raun evrópskrar, bókmenntasögu, sem án vafa má telja til riðmiðaskipta
2 W.P. Ker er dæmi um einn bresk-an, en þótt h-ann gangi ekld svo langt að tala um
fomar bókmenntir norrænar, heldur miðaldabókmenntir, þá Iíldr hann hiklaust
Hómer saman við norrænar sögur, kviður og rómönsur í verki sínu Epic and Rom-
ance. Essays on Medieval Litei-ature, Lundúnum: MacmiIIan, 1897. Bókin hefur
komið út mörgum sinnum á 20. öld.
3 John Hales og Frederick Fumivall, sem með aðstoð baUöðusafnarans kunna,
Francis James Childs, gáfu út frumhandritíð 1867-1868, fóm hörðum orðum um
frjálslega ritstjóm Percys. Sjá „The Formarion of Perq^’s Re/iques“ efrir Nick
Groom með endurprentun af fyrstu útgáfu af Reliques of Ancient English Poetiy,
Lundúnum: Routledge, 1996, bls. 54.
164