Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 171
KLASSIK NORÐURSINS
frambærilegur á meðal menntamanna enda stóðst hann alls ekki hinar
fagurfræðilegu kröfur nýklassíkurinnar. Sú endurtúlkun sem til þurfri var
hins vegar verk Percys að miklu leyti og varð til þess að Reliqnes telst vera
tífnamótaverk fyrir enska rómantík og má sjá áhrif þess í formála og ljóð-
um sem birtust í Lyrical Ballads eftir skáldin Wordsworth og Coleridge.1'’
Reliques hefði hins vegar aldrei orðið það lykilverk í enskum bók-
menntum sem það varð, ef ekki hefði orðið fyrir fagurffæðilega endur-
túlkun Percys á gildi ballaðanna. Það eitt að gefa þær út eins og þær komu
fyrir hefði verið út í hött eins og mat samtífnamanna var á þeim og þurfri
því að finna þeim rétta umgjörð. Percy hefur kannski byrjað að átta sig á
þessu árið 1757 þegar hann komst í verk Mallets, hugsanlega fyrir milli-
göngu nágranna síns Edwards Lyes sem var að grúska í norrænum og sax-
neskum heimildum og á að hafa kennt Percy að lesa rúnir.16 Þar hefur
hann eflaust einnig komist í verk efrir aðra eldri grúskara og fræðimenn
því af formálum hans má sjá að hann þekkti helstu höfunda um forn nor-
ræn fræði á borð við Ole Worm, Peder Hansen Resen (1625-1688), Þor-
móð Torfason (1636-1719), George Háckes (1642-1715), Olof Verelius
(1618-1682) og fleiri.
Percy var samt ekki alveg ljóst hvaða leið hann ætti að fara til útgáfu á
ballöðunum og dundaði hann sér á árunum 1757 til 1760 við þýðingar á
latneskum skáldum, kínverskri skáldsögu úr portúgölsku og að skrifa eigin
stælingar á ballöðum. Samtímis virðist hann hafa unnið að þýðingum sín-
um á norrænum kveðskap, sem síðar áttu eftir að birtast í Five Pieces, og
reyndar einnig á þýðingu sinni á Mallet sem hann kallaði Northem Ant-
iquities og birtist ekki fyrr en 1770.
13 Einn helsti sérfræðingnr í Percy nú um mundir, Nick Groom, heldur því t.d. fram
að verk Percys hafi „markað nákvæmlega þann punkt þar sem nýklassík fyrri hluta
átjándu aldar hafi orðið að gotneskri rómantík seinni hluta átjándu aldar“ [,,a
pivotal text, marking the precise point at which early eighteenth-century August-
an Neo-Classicism became late eighteenth-century Gothic Romanticism“], sjá
„The Formation of Percy’s Reliques“, 1996, bls. 2.
16 Sbr. Nick Groom, „Celts, Goths and the Nature of Literary Source“, í Tradition
in Transition. Women Writers, Marginal Texts, and the Eighteenth-Century Canon,
ritstj. Alvaro Ribeiro ogjames G. Basker, Oxford: Clarendon, 1996, bls. 275-296,
einkum bls. 288-289. Sjá einnig grein Margaret Clunies Ross, „Percy and Mallet.
The Genesis ofNorthem Antiquities“ í Sagnaþing, 1994, bls. 107-117.
169