Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 172
GAUTI KRISTMANNSSON
Five Pieces of Runic Poetry og menningarárás „Gota“
Það var þó ekki fyrr en árið 1760 að málið komst á hreyfingu er út voru
gefin Fragments ofAncient Poetry í þýðingu og/eða efdr James Macpher-
son. Þetta htla kver með örfáum brotum úr gelískum þjóðtúsum gerði í
stuttu máli sagt allt vitlaust á Bretlandseyjum öllum. Það samanstóð af
nokkrum kvæðabrotum og örstuttum óundirrimðum formála, draugskrif-
uðum af Hugh Blair sem í þann mund var að setjast á f)Tsta prófessors-
stólinn í mælskulist og fagurbókmenntum helguðum nútímabókmenntum
sem komið var í Bretlandi og þótt víðar væri leitað.1 Hefur fræðimaður-
inn og skáldið Robert Crawford túlkað það sem svo að með þessu hafi
Skotar í raun fundið upp fræðigreinina enskar bókmenntir.18 Hvort sem
það er rétt eða ekki er ljóst að Macpherson og Blair höfðu ýtt við steinvölu
sem átti eftir að valda gríðarlegri skriðu í bókmenntum Vesturlanda. For-
málinn stutti með loforði um áður óþekkt og ævafornt epískt kvæði og
hinn elegíski tónn kvæðanna á biblíumáli ásamt formlegum Hsmimn til
klassískra fyrirmynda gerðu það að verkum að fræðimenn og grúskarar
allra landa sáu að áður fyrirlitnar þjóðvísur voru efiúviður í eitthvað annað
og meira.19 Macpherson, vel studdur af elítunni í Edinborg, þeim DaHd
Hume og Adam Ferguson meðal annarra, var síðan sendur í leiðanguur til
17 Sjá t.d. Fiona Stafford, The Sublime Savage. James Macpberson and the Poe7tis of
Ossian, Edinborg: Edinburgh UP, 1988, Ossian Revisited, ritstj. Howard Gaskill,
Edinborg: Edinburgh UP, 1991 og Paul deGategno, James Macpherson, Boston:
Twayne, 1989. Sjá einnig greinar eftir Richard B. Sher, „“Those Scotch Imposters
and their Cabal”: Ossian and the Scottish Enlightenment“ í Man and Nature.
Proceedings of the Canadian Society for Eighteenth-Century Studies, ritstj. Roger L.
Emerson o.fl., London Ont.: UP of Western Ontario, 1982, bls. 55-63 og Fiona
Stafford, „Dr. Johnson and the ruffian: new evidence in the dispute beween
Samuel Johnson and James Macpherson" í Notes & Queries, 36:1/1989, bls.
70-77.
18 Aftur vísa ég til hugmynda Crawfords þar sem hann heldur því fram í bók sinni
Devolving English Literature 1992, að Skotar hafi í raun, með stofnun fyrsta próf-
essorsembættisins í „Rhetorick and Belles Lettres“ árið 1760 í Edinborg, lagt
grunninn að enskum bókmenntum sem fræðigrein, en fyrstu ensku prófessorarnir
í enskum bókmenntum litu ekki dagsins ljós fyrr en á nítjándu öld. Þessu hefur
verið andmælt og má kannski frekar líta á Blair sem einn fyrsta prófessorinn í
almennri bókmenntaffæði. Eins og að ffarnan greinir má alveg líta á Thomas
Warton yngri sem ffumherja á þessu sviði. Sjá Literaiy Diplomacy I, bls. 195-211.
19 Söfnun þjóðlegra bókmennta varð a.m.k. næstu hundrað árin eitt meginviðfangs-
efni áhuga- og fræðimanna sem unnu að uppbyggingu þjóðarbókmennta.