Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 175
KLASSIK NORÐURSINS
nínir að nokkurs konar jafagildi gríska letursins foma. Dæmi um þetta var
þegar að finna á endurreisnartímamim eins og sjá má af málverki af danska
sextándu aldar fræðimanninum Vedel og Vlinna Skafte Jensen hefur bent á
að rúnum, hebresku letri, grísku og latnesku er gert þar jafnhátt undir
höfði.26
Worm bætti um betur og kom þeirri goðsögn á fót að hinn norræni
kveðskapur hefði verið ritaður á rúnaletri með því að umrita hann sjálfur
eftir að hann hafði árangurslaust beðið Brynjólf biskup Sveinsson um
handrit með rúnaletri og var biskupinn honum hjálplegur við þetta ef
marka má bréfaskipti þeirra sem gefin vom út af Jakobi Benediktssyni.2'
Ef litdð er á notkun Percys á rúnunum þá kemur í ljós að hann setur þær
upp á titálsíðunni ásamt tilvitnun til hins rómverska Lucanusar og verks
hans Pharsalia.Þetta var ekkert nýtt því Macpherson hafði notað sama
epíska skáld á titilsíðu Fragments þótt hann vitnaði í aðrar ljóðlínur.28 En
fullyrða má að samanburðarvísunin hafi varla farið framhjá neinum
menntamanni samtíma þeirra. Rúnatextamir og tilvitnunin í Lucanus era
hvort tveggja einkunnarorð textans og má fullyrða að þar sem nánast eng-
inn lesenda hefði skihð rúnaletrið hafi ásýnd þess ein og sambýli með hin-
um klassíska texta verið það sem máh skipti.
I formálanum skýrir Percy líka tilurð rúnanna með vísan til verks Ole
Worms frá 1636, Runir, seu Danica Uteratura antiqvissima, og fullyrðir að
kvæðin hafi verið rituð á því letri og gefur um leið í skyn að hann hafi þýtt
verkið beint úr því letri þar sem þýðingin er „from the Islandic langu-
age“.
Timgumáhð skiptir Kka meginmáh hjá Percy (þótt leiða megi getum að
því að latnesku þýðingamar sem hann nefnir hafi ekki verið til baga) því
hann kemur inn á það velþekkta viðmið að íslenska sé móðurtunga dönsku
og sænsku og sé enn töluð hrein og tær á Islandi. Snyrtilegur samanburður
við engilsaxnesku og ensku með vísan til ffumgotnesku sem upprunalegs
máls beggja systurmálanna sýnir loks hvaða markmið stjóma þýðingu og
útgáfu á þessum fomnorrænu kvæðum:
26 I History ofNordic-Neo Latin Literature, ritstj. Minna Skafte Jensen, Oðinsvéum:
Odense UP, 1995. Eg þakka Gottskálk Þór Jenssyni góða ábendingu um þetta.
2 Ole Worm’s Correspondence with Icelanders, ritstj. Jakob Benediktsson, Kaupmanna-
höfn: Mtmksgaard, 1948. Eg þakka Einari G. Péturssyni góða ábendingu um
þetta.
28 Fiona Stafford ræðir notkun Macphersons á einkunnarorðum í The Sublime
Savage, 1988, bls. 100-101.
03