Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 176
GAUTI KRISTMANNSSON
The language in which tTeir producrions are presen'ed, and
which once prevailed pretty extensively in the north, is comm-
only called ISLANDIC: Iceland being the place where it was
supposed to be spoken in the greatest purity, and where it is to
this day in use. The Islandic is the mother of the modem Swed-
ish and Danish tongues, in like manner as the Anglo-Saxon is
the parent of our Enghsh. Both these mother-tongues are di-
alects of the ancient Gothic or Teutonic; and of so near affinity,
that, in the opinion of the leamed, what was spoken in one of
them, was without much difficulty understood by those, who
used the other. Hence it is, that such as study the originals of
our own language have constantly found it necessary to call in
the assistance of this ancient sister dialect.29
Þessi skyldleikaræktun tungumálanna vel fyrir tilurð sögulegra saman-
burðarmálvísinda átri efrir að endurtaka sig í fylgitextum með Reliques og
við þýðinguma á Mallet.
Percy kemur inn á tvö önnur atriði í formálanum sem hann verður að
taka á, ekki síst þar sem hann er að fást við texta sem koma þarf fyrir í skýr-
ingarlíkönum nýklassíkurinnar og em þar að mörgu leyti enn. Það fyrsta
er barbarismi „Gotanna“ sem náði auðvitað hápunkti sínum í eyðileggingu
Rómar og þeirrar menningar sem hún stóð fyrir. Hann sér að vísu hug-
rekki og ást á frelsi í grimmd þeirra og bardagagleði, en það sem hann
telur þeim þó helst ril málsbóta er ást þeirra á skáldskap. Það er skáldskap-
urinn sem, þrátt fyrir allt, aðlar mddana sem slökktu flöktandi menningar-
loga Rómverja. Hér verður mjög skýrt hvernig hin norræna arfleifð er
færð inn í klassísk viðmið samtímans:
29 Thomas Percy, Five Pieces of Runic Poetry Translated from tbe Islandic Language,
Lundúnum, 1763, bls. A3v-A4r. „Tungumálið sem varðveitir verk þeirra og var
einu sinni notað nokkuð víða í norðrinu er yfirleitt kallað íslenska. A Islandi er
talið að það hafi verið talað í sinni hreinustu mynd og það er enn notað þar.
Islenska er móðurtunga nútíma sænsku og dönsku, ekki ólíkt því sem engilsax-
neska er móðurtunga vorrar ensku. Báðar þessar móðurtungur eru mállýskur forn-
gotnesku eða tevtónsku og svo skyld að samkvæmt skoðun lærðra manna hafi það
sem mælt var á annarri þeirra verið skiljanlegt á hinni án mikilla örðugleika. Þess
vegna er það svo að þeir sem kanna forna texta okkar eigin tungu hafa sífellt þurft
að leita sér liðsinnis í þessari fornu systurmállýsku." (Þýðing mín.)
174