Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 177
KLASSÍK NORÐURSINS
Yet is there one feature of their character of a more amiable
cast; which, tho’ not so generally known, no less belongs to
them: and that is, an amazing fondness for poetry. It will be
thought a paradox, that the same people, whose furious ravages
destroyed the last poor remains of expiring genius among the
Romans, should cherish it with all possible care among their
own countrymen: yet so it was.30
Þetta er þó ekki nóg enda heldur hann áffam, vel studdur af heimildum
sínum. í fyrsta lagi eru skáldin „bards“ eins og hjá Ossían því þá þegar var
hugmyndin um „bard“ sem málpípu þjóðarsálar orðin fullmótuð og virðu-
leg með vísun til Hómers. Hann bætir um betur með vísan tdl Þormóðs
Torfasonar og segir að orðið „skáld“ merki upprunalega „smoother or pol-
isher of language“ og fer nú að verða rókokóbragur á Tevtónaruddunum.
Það nægir hins vegar ekki eitt og sér heldur er sköpunarkraftur þeirra í
flóknu skáldamálinu einnig sönnun þess að þeir hafi stundað iðju sína öld-
um saman auk þess sem hann sýni að líkamlegur þróttur þeirra gat komið
fram í ögrandi myndlíkingum. Hápunktinum nær hann svo með því að
skýra tungumál dróttkvæðanna sem „nokkurs konar nýtt tungumál“ og
bætir við í sakleysislegri neðanmálsgrein: „Called by them, after the
manner of the ancient Greeks, (Asom-maal,) THE LANGUAGE OF
THE GODS.“31
Percy lætur ekki staðar numið við þetta og bendir aftur á að þótt „the
poetry of the Scalds chiefly displays itself in terror“ og að dauði og stríð
séu eftirlætisviðfangsefni þeirra þá hafi skáldin vel verið fær um mýkri
kveðskap því þótt flest sem hingað til hafi verið birt „is of the rougher cast;
we are not to suppose that the northern bards never addressed themselves
to the softer passions11.33 Hann virðist ekki geta ákveðið sig hvort hann vill
rókokó eða hrollvekjur, en þetta er engin tilviljun. Skýringarinnar er ein-
faldlega að leita í verki Edmunds Burkes um hið háleita og fagra sem kom
30 Sama rit, bls. A2r-A2v. „Þó er eitt í skaphöfn þeirra sem er viðkunnanlegra, og,
þótt ekki sé það alkunna, einnig er þáttur í henni: það er ótrúleg ást á skáldskap.
Það verður talin þversögn í því fólgin að sama þjóð, og tortímdi með svo grimmd-
arlegum árásum síðustu leifum flöktandi snilldar meðal Rómverja, skyldi láta sér
svo annt um hann meðal landa sinna, en þó var það svo.“ (Þýðing mín.)
31 Sama rit, bls. A5v. „Sem þeir kölluðu að hætti Fom-Grikkja, (Asom-maal,)
TUNGUMÁL GUÐANNA.“ (Þýðing mín.)
32 Sama rit, bls. A6v. „Þótt þeir hafi verið úr grófara móti, má ekki æda að hinar mýkri
ástríður hafi aldrei verið viðfangsefhi norrænu bardanna.“ (Þýðing mín.)
z75