Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 178
GAUTI KRISTMANNSSON
út nokkrum árum áður og stillir þessum hugmyndum upp í þessar and-
stæður.3^ Þetta var fagurfræðileg hátíska tímans og í hana vill Percy halda í
skýringum sínum.
Lokahnykkirnir eru síðan snyrtileg skýring á því hvers vegna hann birt-
ir frumtextana með; ekki aðeins til að sanna að þýðingin sé ósvilán heldur
einnig til að sýna að hin fomu gotnesku skáld, eins og hann er farinn að
kalla þau undir lokin, hafi kunnað að ríma og ekki þurft að fá þá kunnáttu
úr latínu; Höfuðlausn Egils er sönnunargagnið:
The Editor was in some doubt whether he should subjoin or
suppress the originals. But as they he within little compass, and
as the books whence they are extracted are ver}? scarce, he was
tempted to add them as vouchers for the authenticity of his
version.34
Þetta er auðvitað skot á Alacpherson, en eins og Percy segir sjálfur í frarn-
haldinu:
They have also a further use. It has been said by some critics
that the prevalence of rhyme in European poetry was derived
from the Latin rhymes, invented by the monks in the fourth and
fifth centuries: but from the original of EGILL’s ODE, it will
be seen that the ancient Gothic poets occasionally used rhyme
with all the variety and exactness of our nicest moderns, long
before their conversion to christianity; and therefore were not
likely to adopt it from the monks; a race of men, whom they
were either unacquainted with, or held in derision.35
33 Anon. [Edmund Burke], A Pbilosophical Enquiiy into tbe Origin ofour Ideas oftbe
Sublime and Beautiful, Lundúnum, 1757.
34 Percy, Five Pieces, 1763, bls. A7r. „Ritstjórinn var ekki viss hvort hann ætti að bæta
frumtextunum \dð eða þegja yfir þeim. En þar sem þá er óvíða að finna og bæk-
urnar sem þeir eru fengnir úr eru afar fágætar freistaðist hann til að bæta þeim \dð
sem vitnisburði um að útgáfa hans sé ósvikin.“ (Þýðing mín.)
35 Sama rit, bls. A7r-A7v. „Þeir [frumtextarnir] gagnast einnig að öðru letni. Surnir
gagnrýnendur hafa sagt að tilvera ríms í evrópskri Ijóðlist sé dregin af latnesku
rími sem munkar fundu upp á fjórðu og fimmtu öld: en af frumtexta af Höfuðlausn
Egils má sjá að fomgotnesku skáldin notuðu stundum rím af sömu nák\ræinni og
fjölbreytni og bestu nútímaskáld og það löngu fyrir trúskipti þeirra til kristni; og
vora þess vegna ekki líklegir til að hafa tekið það upp eftir munkum; mönnum sem
þeir annaðhvort þekktu ekki eða höfðu fyrirlitningu á.“ (Þýðing mín.)
176