Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 179
KLASSIK NORÐURSINS
Eftirtektarvert er hversu léttilega rímið fer aldir aftur fyrir kristnitöku þótt
höfundur kvæðisins hafi verið uppi á 10. öld. Það má með réttu kalla svona
aðferðir samanburð með aðgreiningu, eða með skýringarlíkönum nútím-
ans að sjálfið finni sérstöðu sína í því að vera eins og hinir, bara ekki í línu-
legu framhaldi heldur með samsíða línum.
Samtímamenn Percys og Macphersons áttu ekki erfitt með að skilja þá
og upphófst nú mikil og hatrömm barátta um besta þjóðararfinn og höfðu
prentsmiðjumar varla við að senda ffá sér alls konar söfh af írskum, velsk-
um, skoskum og enskum þjóðvísum. Markaðurinn var svo hungraður að
meira að segja drengir á borð við Chatterton gátu borið nýja „fundi“ á
borð menntamanna.36
Gagndrás Kelta með „bjúgviðum hausau
Sama ár og Five Pieces kom út gaf Hugh Blair út sína ffægu „Critical Diss-
ertation on the Poems of Ossian“, ritgerð sem gerði hann víðffægan í Evr-
ópu og kalla má eina af stefnuyfirlýsingum prímitífismans. Nick Groom
hefur túlkað ritgerðina sem nokkurs konar svar við formála Percys sem er
að vísu nokkuð djarft þegar tekið er tillit tdl þess að ritgerð Blairs kom út
skömmu á undan Five Pieces?' Hins vegar er ekki ólíklegt að Blair hafi haft
veður af útgáfu Percys þar sem hann hafði gefið út sýnishorn af þýðingum
sínum í tímariti áður. Fagurffæðileg og menningarsöguleg togstreitan sem
fram kemur í þessum textum sýnir þá tvo póla sem voru mjög áberandi í
breskri bókmenntaumræðu næstu árin. Annars vegar var hinn keltneski og
hins vegar hinn norræni og má til sanns vegar færa að bæði viðmið hafi
þraukað lengi í breskri bókmenntatunræðu og einkum skoskri. Spurningin
virtist snúast um það hverjir yrðu Grikkir norðtursins, Keltar eða German-
ar.
Með Ossían nýútgefinn gat Blair lagt áherslu á siðmenntun náttúru-
bamanna sinna sem andstæðu við barbarisma Gotanna eins og þeir vora
,6 Thomas Chatterton er kunnastur fyrir hin svokölluðu „Rowleian poems“ sem
voru að hans sögn ort af 15. aldar munkinum Thomas Rowley í Bristol. Fölsunin
komst fljótt upp og hann stytti sér aldur fyrir tvítugt. En þrátt fyrir blekkinguna
varð hann ffægur og nánast dýrkaður meðal rómantískra skálda, bæði á Bredandi
og í Frakklandi. Það fór öðrutusi fyrir Macpherson, enda var hans verk „þýðing“,
en ekki hrein og tær fölsun. Sjá t.d. Ian Haywood, The Making of History. A Stndy
of the Literary Forgeries of James Macpherson and Thomas Chatterton in Relation to
Eighteentb-Century Ideas of History and Fiction, Lundúnum: Associate UP, 1986.
3 Nick Groom, „Celts, Goths and the Namre of Literary Source“, bls. 289-290.
177