Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 181
KLASSIK NORÐURSINS
aftur út 1765 og var hún prentuð með nánast öllum útgáfum Ossíans sem
út komu eftir það og voru þær fleiri en tölu verður á komið. Ekki nóg með
það, heldur seldust þessi verk vel og voru þýdd á fjölda tungumála með
slíku hraði að líkja má nánast við tölvuveirur nútímans. Skyldi því kannski
engan undra að khsjan af barbaranum norræna sem drekkur úr hauskúpu
óvinarins, sem til varð við rangþýðingu á kenningtmni um bjúgviði hausa,
næði shkri útbreiðslu sem raun bar vitni, því Krákumál voru með ritgerð
Blairs óaðskiljanlegur hluti af Ossíanskvæðum og túlkuninni á þeim.41
Skáldlegir forfeður Minstrel-farandsöngvaranna
Percy sat hins vegar ekki með hendur í skauti meðan á þessu stóð og var
hann önnum kafinn við að undirbúa útgáfu sína á Reliques. Hann hafði
safiiað að sér her vísra manna sem hann skrifaðist á við um hin ýmsu mál
er viðkomu útgáfunni.42 Hann var nú orðinn algjörlega sannfærður um
mismtmandi uppruna Germana og Kelta og miðaði margt í fýlgitextum
hans með Reliques að því að undirstrika þennan mun.
Reliques kom út í þremur bindum árið 1765 með tileinkun til hertoga-
ynjunnar af Norðymbralandi draugskrifaðri af Johnson. Percy var búinn
að fyma og shpa ballöðumar eftdr bestu getu og hafði haft mikið fýrir að
bera saman handrit og aðrar útgáfur. En mestur lærdómtrr og sköpunar-
kraftur fór samt í fylgitextana, einkum þann sem sneri að farandsöngvur-
unum, „the Minstrels“, og þar kemur kannski best í ljós hvert markmið
Percys var með þýðingunum á norrænu kvæðtmtun, sem hann hafði raun-
ar um tíma íhugað að gefa út með ballöðunum eins og Margaret Smith
komst að.43
Eftir tileinkunina og stuttan formála kemur fyrsta ritgerðin sem hefst á
eftirfarandi orðum:
The Minstrels seem to have been the genuine successors of
the ancient Bards, who united the arts of Poetry and Music,
and sung verses to the harp, of their own composing. It is well
known what respect was shewn to their BARDS by the Britons:
41 Wawn nefhir Magnús Olafsson sem þýðandann sem varð það á að láta þennan
afdrifaríka fingurbrjót frá sér fara, sama rit, bls. 22-23.
42 Bréfaskipti Percys hafa verið gefin út í 8 bindum og eru ómetanleg heimild um
þankagang kunnra breskra fræðimanna og grúskara á seinni hluta 18. aldar.
43 Margaret Smith, „Thomas Percy, Wdliam Shenstone, Five Pieces ofRunic Poetry,
and the Reliques“ í Bodleian Library Record, 12/1988, bls. 475.
179