Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 183
KLASSIK NORÐURSINS
The Reader will observe, that, in the foregoing part of this
Essay, I am careful to trace the Descent of the French and Eng-
lish Minstrels only from the itinerant oral Poets of their Gothic
ancestors the Franks and the Saxons, and from the SCALDS of
their Danish brethren in the North. For though the BARDS
of the ancient Gauls and Britons might seem to have a claim
of being considered as their more immediate predecessors and
instructors; yet these, who were Celtic nations, were ab origine
so different a race of men from the others who were all of Got-
hic origin, that I think one cannot, in any degree, argue from
the manners of the one to those of the other [,..]47
Percy endurtekur þessa kermingu sína með ýmsu móti í öðrum ritgerðum
og fullyrðir t.d. að breskar riddararómönsur „may be derived in a lineal
descent from the antient historical songs of the Gothic bards and scalds“
og má af því sjá hvemig hann er farinn að beita eigin forsendum sem sjálf-
sögðum í röksemdarfærslunni.48 Einnig er eftirtektarvert hversu sterka
áherslu hann leggur á aðgreiningu Gota og Kelta, sem byggist á kynþætti,
menningu og mngumáh, en sú aðgreining átti eftir að hfa allt til Rasmusar
Kristians Rasks, sem tók upp þau rök Percys í Undersogelse om Det gamle
Nordiske eller Islandske Sprogs Oprindelseý9 Margt fleira má tína til, eins og
nákvæma rannsókn Percys á stuðlasetningu í 14. aldar trúarkvæðinu Pier[s]
Plowman eftir William Langland sem hefur það að markmiði að sanna að
stuðlasetningin í því kvæði sé af „gotneskum“ uppruna.
47 Thomas Percy, Reliques of Ancient English Poetry I, 1767, bls. xxxiv. „Lesandinn
hefur tekið eftir því að í fyrri hluta þessarar ritgerðar hef ég gætt þess að rekja upp-
runa ffönsku og ensku farandsöngvaranna eimmgis til farandskálda hinna gotnesku
forfeðra þeirra og til SKALDA hinna dönsku bræðra þeirra í norðri. Og það þótt
„BARDAR“ hinna fornu Galla og Breta gætu virst vera þeirra næstu fyrirmyndir
og kennarar; samt voru þeir, sem Keltar, ab origine [frá upphafi] af svo ólíku kyni
manna miðað við þá sem voru af gotneskum uppruna, að ég held að menn geti
ekki, með neinum hætti, rökleitt frá siðum annarrar til hinnar [...]“ (Þýðing mín.)
4í> Thomas Percy, Reliques ofAnáent English Poetry I, 1765, bls. iii. „má rekja línulega
sem afkomendur hinna fomu sögulegu söngva hinna gotnesku „barda" og skálda“
(þýðing mín).
4q Sjá Rasmus Kristian Rask, Ausgewcihlte Abhandlungen I, ritstj. Louis Hjelmslev,
Kaupmannahöfn: Levin & Munksgaard, 1932, bls. 95-96.
181