Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 184
GAUTI KRISTMANNSSON
„Norrænarfommenntir“ að lyktum
Og áður en við hverfum ffá Percy, er ráð að h'ta örstutt á þýðingu hans á
Mallet, sem kom út nokkru seinna eða árið 1770. Þessi þýðing er stórmerki-
leg f}TÍr þær sakir að þýðandinn er ekki að þýða verkið til að koma þth til
skila heldur til að breyta þth. Hann þýðir opinskátt gegn textanum sem hann
telur meingallaðan fyrir þá sök að Mallet blandar saman Keltum og Germ-
önum eins og svo margir samtímamenn hans. Kannski hefur Mallet bara
tahð að flokkun Sesars efdr búsem við Rín væri ekkert sérlega Hsindaleg, en
hitt er víst að Percy er ekki sammála og leiðréttir Mallet bæði í fonnála og
alls staðar í textanum þar sem grunur leikur á misskilningi.-''0
Eitt atriði sem Percy fer nánar út í er tungumálið og enn er markmið
hans að aðgreina Gota og Kelta. Þetta eru kannski ekki neinar fréttdr efrir
það sem á undan er gengið, en ég nefni þetta þó vegna þess að þessi pisrill
Percys átti, eins og framar greinir, eftir að hafa áhrif á tmgan mann í Dan-
mörku, Rasmus Kristian Rask að nafhi. Málfræðingurinn ungi tók upp
einmitt þetta atriði frá Percy og hefur stundum verið gagnrýndm' hnir, þ\h
á þesstun tíma voru söguleg samanburðannáhhsindi í burðarliðnum og
vilja sumir meina að þáttur Rasks sé ekki minni en Jacobs Grimms eða
Franz Bopps, þrátt fyrir þessa grundvallarvillu sem hann fékk að erfðum
firá Thomas Percy.51 En ef við lítum á þátt Rasks í endurreisn íslenskra
bókmennta á Islandi má segja að villan hafi verið aukaatriði því skilningur
Rasks á uppruna hinnar norrænu klassíkur, sem í hans huga var sjálfsögð,
markaði kannski þann vendipunkt sem máh skipti í hugum Islendinga
sjálfra. Sé það rétt má kannski líka segja að þjóðernislegar þýðingar eins
kierks á Englandi hafi verið skref á þeirri leið að endurmeta íslenskar forn-
bókmenntir sem klassískar hér á Fróni.
50 í leiðréttmgnm sínum vísar Percy m.a. til upphafskafla De Bello Gallico þar sem
Sesar greinir að þjóðflokka þá sem búa austan og vestan við Rín. Sjá Northern Ant-
iquities, bls. xi. Malcolm Chapman hefur sínar efasemdir um nákvæmni þessarar
aðgreiningar í bók sinni The Celts. The Construction ofa Myth, New York: St. Mart-
in’s Press, 1992, bls. 24-40.
51 Vlllan felst í því að Rask afheitar í rejmd sameiginlegum uppruna keltneskra og
germanskra mála og er auðsætt að skrif Percys hafa afvegaleitt hann að þessu leyti.
Sjá nákvæmari úttekt á þessu og öðrum atriðum hér að ofan í Literaiy Diplomacy I,
bls. 162-172.
182