Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 187
Henry Alexander Henrysson
Góður, betri, mestur?
Leibniz um hinn besta mögulega heim
Inngangur
Hngtök, lögmál og setningar í sögu heimspekinnar hafa hlotið ýmis örlög.
Sum hafa fest í vitund almennings, önnur lifa aðeins á vörum fræðimanna.
Flest verða þó líklega gleymskunni að bráð. Um slík hugtök eru þölmörg
dæmi. Önnur koma og fara úr vitund starfandi heimspekinga, enda má vel
greina tískusveiflur í heimspeki eins og öðrum greinum. En þetta á ekki
einungis við um hugtök og lögmál heimspekinga. Nöfh þeirra sjálfra geta
horfið og komið aftur á allra varir eins og hendi sé veifað. Líklega hefur
þetta allt saman eitthvað að gera með hvernig heimspekingar nálgast sögu-
legar heimildir. Þeir sem á annað borð hefja rannsókrdr á verkum fyrri alda
gera það oft til þess að finna sér „viðmælanda“, einhvern sem þeir geta
„rætt“ eða mátað hugðarefhi sín við. Það eru því gjarnan spurningar sem
brenna á heimspeki samtímans sem ráða því hvað er dregið fram, fremur
en hvað þarfhast skýringar í sögulegu tilliti.1
Einnig er til lítill flokkur hugtaka sem eru þó nokkuð þekkt, en ekki
úr verkum þeirra heimspeldnga sem settu þau ffam. Algengt er að slíkum
hugtökum sé lýst með spotti og skrumskælingum. Því veldur ekki alltaf
slæmt innræti. Við fyrstu sýn geta hugtökin einfaldlega virkað býsna fjar-
Þessi grein er byggð á erindi sem ég flutti á Hugvísindaþingi árið 2008 í málstofu
um sögu heimspekinnar. Erindið byggði aftur lauslega á köflum úr doktorsritgerð
minni Purposes, Possibilities nnd Perfection: The Metaphysical System of Leibniz and
Wolff, sem ég varði við Háskólann í Reading, Englandi, í júmmánuði 2007.
Gunnari Harðarsyni þakka ég athugasemdir við uppkast að greininni. Ritrýnar fá
þakldr fyrir gagnlegar ábendingar.
1 Um heimspeldsögu má annars ffæðast í ritgerð Svavars Hrafns Svavarssonar,
„Saga og samtíð heimspekinnar“ sem birtist í Ritinu 2-3/2007.
í85
Ritið 3/2008, bls. 185-210