Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 189
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
mögulega heim hafi fengið smjörþefinn af henni í einu þekktasta verki
heimsbókmenntanna, Birtíngi Voltaires. Þó er allt eins líklegt að Voltaire
hafi haft þýska heimspekinginn Christian Wolff í huga enda hafði Voltaire
ekki einungis heimspekilegar ástæður til þess að leggja allt efdr Wolff út á
versta veg, heldur fór áhugi ástkonu hans, Madame du Chátelet, á heim-
speki Wolffs ákaflega í taugarnar á honum.* * 3 Um fimmtán árum áður en
Voltaire skrifaði Birtíng hafði hann einmitt þvertekið fyrir að deila forseta-
embættd Berhnarakademíuxmar með Wolff.4 I Birtíngi koma meðal annars
ffam á fremur neikvæðan hátt tvær heimspekikenningar sem svipar um
margt til tveggja frumforsendna í frumspeki Leibniz. Voltaire afgreiðir tdl
dæmis tal um fullnægjandi ástæður í sköpunarverkinu á eftirminnilegan
hátt, þegar þeir sem trúa á svokallaða alheimsskynsemi eiga eitt andartak
erfitt með að átta sig á hinni gildu ástæðu hörmunganna í Lissabon árið
1755.5 Ein höfuðpersóna verksins, doktor Altúnga, aðhyllist þá skoðun að
Guð hafi skapað hinn besta mögulega heim. Og hvernig hann gerir grein
fyrir þeirri trú sinni er að sönnu býsna spaugilegt. Ein leið til þess að gera
því skil hvað Leibniz áttd við með kenningu sinni er að draga ffam hvað
hann átti ekki við. Með háspekisguðffæðisalheimsvisku-kenningunni lætur
Altúnga okkur í té nokkurt efni sem notast má við þegar slík greinargerð
er sett á blað.
I upphafi verksins setur Altúnga fram langa tölu sem á að sýna fram
á að heimurinn gætd vart haft meira sér tdl ágætds. Allt sé í allrabesta lagi
„því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað
nokkra áratugi, þar sem menn viðurkenndu frumleika Leibniz en litu þó til Wolffs
sem merkasta heimspekings aldarinnar.
3 Þess má geta að Voltaire hafði Kklega einnig í huga þá bjartsýni á gæði heimsins
sem kemur fram í verki enska skáldsins Alexanders Pope, Essay on Man, sem kom
út árið 1734. I verkum Wolffs rekast lesendur á þá frumforsendu Leibniz að Guð
hafi skapað hinn besta mögulega heim. Tvær aðrar shkar forsendur sem ættaðar
eru frá Leibniz rötuðu inn í verk Wolffs, þ.e. hið forákvarðaða samræmi og lögmál
hinnar fullnægjandi ástæðu.
4 Viðtökur á heimspeki Leibniz í Frakklandi á átjándu öld eru reyndar um margt
sérkennilegar, enda margir tilbúnir að gagnrýn3 það sem þeir höfðu litla þekkingu
á. Um þessa sögu má lesa ágætt ágrip í verki W.H. Barbers Leibniz in France. Frorn
Amauld to Voltaire (Oxford: Oxford University Press, 1955). Einnig má fræðast
nokkuð af verki R. Brooks Voltaire and Leibniz (Genf: Librairie Droz, 1964).
5 Lögmáhð um hina fullnægjandi ástæðu var mikilvæg frumforsenda í frumspeki
Leibniz. I heimspeki sautjándu og átjándu aldar var lögmálinu beitt á tvennan
hátt. I fyrsta lagi var það notað til þess að færa rök fýrir því að allt í þessum heimi
væri upprunnið hjá Guði og í öðru lagi nýttist það til þess að sýna ffarn á að allar
tdlfallandi, eða ónauðsynlegar, staðreyndir ættu sér skýringar.
187