Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 191
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
langt að segja að slík tilgangshyggja hafi einfaldlega verið fjarri firumspeki
Leibniz. Við skulum því líta nánar á hvernig tilgangsorsakir koma fram í
verkum hans.
Tilgangshyggja eða tdlgangsfræði (einnig oft nefnd markhyggja á
íslensku) byggist á skýringum sem vísa til tilgangsorsakar (lat. causa final-
is). Slíkar skýringar virðast til dæmis eiga sér augljósa stoð í mannlegum
athöfhum („x gerði y tilþess að fá z fram“) en réttnefnd tilgangsfræði ganga
einnig út ffá því að sfik ferli eigi sér stað í náttúrunni. Algengt er því að
tilgangsfræði styðjist við tungutak sem mönnum er annars tamt að nota
um mannleg sköpunarverk, sem aftur bendir til þess að fræðin telji að
heimurinn hafi verið hannaður í einhverjum skilningi. Þannig er tilvist
augna í mörgum skynverum útskýrð með vísun í það að þau séu tilþess að
sjá. Margir telja því að tilgangsútskýringar svari spurningum sem byrja á
„hvers vegna“ en aðrar orsakir eigi á hinn bóginn við spurnarfornafnið
„hvernig". Þó verður að fara varlega í að draga shkar ályktanir enda er vel
hægt að svara spumingunni hvers vegna himinninn sé blár án þess að vísa
í nokkum tilgang, eins og margir hafa bent á.10 Sögulega er gjarnan vísað
til Aristótelesar sem upphafsmanns tilgangshyggju, enda var hann fyrstur
til þess að greina tilgangsorsakir, en þó má allt eins segja að tilgangshyggja
hafi fitað hugsun Platóns og fleiri hugsuða í fornöld. Aðrir, s.s. Lúkretíus,
höfðu þó annars konar sýn á náttúruna. Almennt má svo segja að htið hafi
farið fyrir tilgangshyggju í verkum þeirra heimspekinga nýaldar sem höfh-
uðu aristótehskri skólaspeki.
Utgangspunktur tilgangshyggju Leibniz var að svara þeirri gagn-
rýni sem Descartes hafði sett ffam gegn vísun í tilgangsorsakir og þeirri
mannhverfingu sem Descartes taldi sig sjá í slíkum vísunum. Gagnrýni
Descartes kemur meðal annars fram í því hvernig honum finnst það í
besta falli fljótfærnisleg ályktun að telja sig geta ráðið í ætlanir Guðs: „ég
veit fyrir að eðh mitt er veikt og takmarkað, en eðli Guðs er ómælanlegt,
óskiljanlegt og óendanlegt. Þetta hrekkur til að sýna mér að þótt ég þekki
ekki orsakir fjölmargra hluta, geta þeir samt verið á Guðs valdi. Það er
einmitt af þessari ástæðu sem ég tel hina hefðbundnu rannsókn eðlisffæð-
inga á þeirri tegund orsaka sem tekur til tilgangs hlutanna vera öldungis
markhyggjunnar má til dæmis lesa hjá A. Kowé í From the Closed World to the
Infinite Universe (Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1968).
10 Sjá til dæmis J. Cottingham, On the Meaning ofLife (London: Roudedge, 2003),
bls. 4—6.
189