Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 195
GOÐUR, BETRI, MESTUR?
er auðvitað nátengdur lögmálinu um fullnægjandi ástæðu og geta sér-
fræðingar í heimspeki Leibniz eytt löngum stundum í að rökræða um það
hvort lögmáhð um val hins besta sé það sama og lögmáhð um fullnægjandi
ástæðu eða hvort þama sé um tvö nátengd lögmál að ræða.20 Hér verður
ekki farið út í þá umræðu, heldur sjónum beint að því hvað sé við hæfi,
eins og Leibniz orðar það einnig, við val á heimum. Spumingin sem helsta
sjónarhom þessarar ritsmíðar byggir á er því sáraeinföld: hvaða kost taldi
Guð helst við hæfi þegar hann ákvað að skapa þennan heim?
Frá sjónarhóh frumspekinnar hefur þessi heimur forskot á aðra mögu-
lega heima að dómi Leibniz. Forsendan sem hann gengur út frá er sú að
algóður og alvitur Guð velji hinn besta mögulega heim. Við fyrstu sýn
virðist augljóst hvernig best sé að nálgast skýringar á þeim heimi sem
valinn var, sem Leibniz kennir gjarnan við sem mesta fullkomnun og
samræmi. Reyndar virðist Leibniz í mörgum verkum sínum bæta öðmm
skilyrðum við hinn besta mögulega heim eins og hann snýr að skynsemis-
gæddum vemm. Þá þarf hamingja og dygð einnig að vera hluti af heim-
inum. Samræmi og fullkomnun eiga við heiminn í heild sinni með öllum
sínum veram.21 Spumingin „hvað var valið?“ virðist í fyrstu kalla á eigind-
legt svar. Það myndi með öðmm orðum hljóma sérkennilega að spyrja út í
hinn besta mögulega heim með því að spyrja megindlega: „hversu mikið?“
Nú styðja dæmi, þar sem Leibniz reynir að skýra út hvað hann á við,
sHkt sjónarhom. I Orðræðu um frumspeki frá árinu 1686 setur hann fram
„almennar athugasemdir um hegðun forsjónarinnar í stjóm hlutanna“.22
Þessar athugasemdir em svo almennar að Leibniz grípur til líkingamáls
gera, að hin eilífu sannindi, sem eru háð Guði, séu háð geðþótta eða velti á vilja
hans, eins og Descartes virðist hafa áhtið og síðar hr. Poiret. Það á aðeins við um
nauðsynjalaus sannindi, þar sem grundvöllurinn er hið hæfilega eða val hins besta;
en nauðsynleg sannindi velta aftur á móti eingöngu á skilningi hans og eru innra
viðfang skilningsins.“ G.W. Leibniz, Orðræða um frumspeki, bls. 158.
20 I þessu sambandi má benda á ágætt inngangsrit A. Saviles að Mónöðufræðunum,
Leibniz and the Mtmadology (London: Roudedge, 2000), ril dæmis bls. 43 og 124-
125, en harrn h'mr á lögmáhð um val hins besta sem einhvers konar tæknilega
útgáfu af lögmálinu um fúllnægjandi ástæðu.
21 Helst má ffæðast um hugmyndir Leibniz um fullkomnun í bréfaskrifum hans við
Wolff, en enska þýðingu á nokkrum mikilvægum bréfum má finna í G. W. Leibniz.
Philosophical Essays, þýðendur R. Ariew og D. Garber (Indianapohs: Hackett,
1989), bls. 230—234. Sjá einnig í Briefwechsel zwischen Leibniz and Christian Woljf,
fyrst gefin út í Halle 1860 en endurprentuð í Hildesheim 1980. Leibniz er annars
yfirleitt meira í mun að skilgreina ófullkomleika í verkum sínum sem hann
skilgreinir oftast sem undantekningu ffá reglu, skipulagi eða lögmáh.
Þessar athugasemdir koma fram í 5. grein.
293