Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 196
HENRY ALEXANDER HENRYSSON
um höfund sem reynir að koma sem mestum sannleika fyrir í sem stystu
verki og fleiri slíkra dæma, m.a. um ágætan „stærðffæðing sem veit hvernig
best er að setja dæmin upp“, góðan „húsbónda sem notar jörð sína þannig
að þar er ekkert óræktað né óffjótt“ og góðan „húsameistara sem stjórnar
staðsetningu og grundvelli byggingarinnar á sem hagkvæmastan hátt og
skilur ekkert effir sig sem stingur í stúf né neitt sem er rúið fegurð sem
það gæti haft til að bera“. Að lokum dregur hann dæmin saman og segir
að einfaldleiki vega Guðs eigi við leiðir hans og fjölskrúðið Gð markmiðin.
Hinn besti heimur er þ\d sá sem er sem einfaldastur í kenningum en sem
fjölskrúðugastur í fyrirbærum og á „annað að vega upp á móti hinu.“ Hér
virðist síðasta setningin skipta mestu. Fróðlegt er að skoða málsgreinina í
heild sinni:
Að því er varðar einfaldleika vega Guðs, á hann í eiginlegum
skilningi við leiðir hans, en aftur á móti eiga breytileikinn, fjöl-
skrúðið eða auðlegðin við um markmið hans eða afleiðingarnar.
Og annað á að vega upp á móti hinu, eins og kostnaður sem
ædaður er byggingu af þeirri stærð og fegurð sem krafist er. Að
vísu kosta hlutirnir Guð ekki neitt, miklu minna en heimspek-
ing sem varpar fram tilgátum til að smíða ímyndaðan heim sinn,
því að Guð þarf aðeins að bjóða til þess að skapa raunverulegan
heim; en, að því er lýtur að visku, þá standa boð eða tilgátur
fyrir kosmað í hlutfalli við það hversu sjálfstæðar þær eru hver
frá annarri. Því skynsemin vill að maður forðist að margfalda
tilgátur eða forsendur, á sama hátt og menn aðhyllast alltaf
einfaldasta kerfið í stjörnufræði.23
Það er sem sagt helst við hæfi við sköpun heimsins að láta tvær andstæðar
forsendur togast á til þess að fá út sem besta mögulega útkomu. Hvorug
forsendan dugir út af fyrir sig. Ahersla á eina forsendu leiðir til minni
fullkomnunar. Það má nefha þessa túlkun á því hvað Leibniz átti \dð með
hinum besta mögulega heimi bestunarkemúnguna um það hvað Guði fannst
við hæfi.24
23 G.W. Leibniz, OrðræSa um frwmspeki, bls. 58.
24 Enska hugtakið „optimisation“ hef ég frá D. Rutherford, sjá einkum Leibniz and
the Rational Order ofNature (Cambridge: Cambridge University Press, 1998), en
það sem vakir fyrir honum er þó fyrst og ffemst að taka þessa túlkun, sem hefur
birst í þölmörgum ritum og heimspekingar kenna líklegast oftast við Leibniz,
saman til þess að hrekja hana.
í94