Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 197
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
Flestir þeir sem þalla um Leibniz vísa að einhverju leyti í þessa kexm-
ingu um grundvöll valsins á hinum besta mögulega heimi án þess þó að
nefha hana eða greina frekar og oft án þess að gera sér nægilega grein
fyrir henni. Nokkrir enskumælandi heimspekingar hafa þó velt henni upp,
a.m.k. efiiislega.25 Líkleg skýring er sú að menn gera sér ekki grein fyrir
því að Leibniz virðist ekki sjálfur hafa tekið skýra afstöðu til þess hvað hann
hafði í huga. Til dæmis er ekki ljóst hvað fellur undir leiðimar, lögmálin
og kenningamar sem eiga að takmarka fjölbreytileika í heiminum. Við
kennslu eða ritun inngangstexta að verkum Leibniz er freistandi að grípa
til margs konar dæma um hvers konar lögmála hann vísar til, sem öll eiga
það sameiginlegt að Leibniz getur ekki hafa haft þau í huga. Til útskýr-
ingar má engu að síður segja sem svo að ef Leibniz hefði gert ráð fyrir
því að til væri þyngdarafl í heiminum, þá sé hugmynd hans sú að aðeins
eitt slíkt afl, sameiginlegt fyrir allar verur, getur verið í þessum heimi þar
sem margs konar kraftar af þeim toga myndu leiða til óreiðu. 0?'ðræða um
frumspeki og Mónöðufræðin em að sönnu þau verk sem flestir kynna sér,
en heimspeki Leibniz skilst varla til fulls ef ekki er horft til margra minna
þekktra ritsmíða. Það er reyndar efdrtektarvert að Mónóðufræðin em sér-
kennilega óskýr í afstöðu sirrni og erfitt er að koma auga á þá mynd að eitt
(leiðimar) hefti annað (íjölbreytileikann) líkt og í Orðræðunm. Þetta verður
skýrara hér fyrir neðan þar sem reynt verður að sýna fram á að sá sem les
verk Leibniz getur ekki gengið að einni samræmdri mynd.
Mestunarkenning
I lykilverki sem nefnist Um uppnina hlutanna frá árinu 1697 og fjallar
einmitt hvað helst um ástæðumar á bak við sköpunarverkið, er engu líkara
en Leibniz hafi hugsað megindlega um hvað Guð hafði í huga.26 Þar segir
25 Sjá t.d. tvær greinar eftir Gregory Brown: „Compossibility, Harmony, and
Perfection in Leibniz", The Philosophical Reæierw 1987, 96/2, bls. 173-203 og
„Leibniz’s Theodicy and the Confluence of Wordly Goods“, Joumal of the
History of Philosophy 1988, 26, bls. 571-591. Nicholas Rescher hefur orðað hana
hvað skýrast í Leibniz’s Metaphysics of Nature (Dordrecht: D. Reidel, 1981), en
þó sérstaklega í „Leibniz On Possible Worlds“ Studia Leihnitiana 1996, 28, bls.
129-162. Spumingamar sem þeir re}ma að svara koma til dæmis fram hjá G. Gale,
„On What God Chose: Perfection and God’s Freedom“ Studia Leibnitiana 1976,
8, bls. 69-87 og C. Wilson, „Leibnizian Optimism“ Journal ofPhilosophy 1983, 80,
bls. 765-783. "
26 Latneska heitið er De rentm originatione radicali. Enska þýðingu má til dæmis finna
í G.W. Leibniz. Philosophical Essays, þýðendur R. Ariew og D. Garber.
x95