Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 198
HENRY ALEXANDER HENRYSSON
hann að fullkonmunin sem reynt er að ná með sköpun heimsins sé „ekkert
annað en það magn eðlis“ sem kemst fyrir í honum:
Mögnlegir hlutir, þ.e. hlutir sem tjá eðli eða mögulegan veru-
leika, steftia með jöfnum rétti að tilveru og er sú stefha hlut-
fallslega háð því magni eðlis eða raunveruleika, eða þeirrar
fullkommmar, sem þeir hafa til að bera. Fullkomnmi er ekkert
annað en magn eðlis. Af því leiðir nokkuð ljóslega að af öllum
þeim óendanlega mörgu samsetningum sem mögulegar eru,
mun sú samsetning verða til sem inniheldur sem mest eðli eða
möguleika.2'
Fullkomnun virðist sem sagt vera stærð sem er algjörlega háð magni eðlis.
I uppruna hlutanna áttum við okkur því á hvernig hið mesta mögulega
magn sem mögulega getur verið saman er ákvarðað. Það virðist ekkert
rúm fyrir bestunarkenninguna í þessari ffamsetningu. Engin spenna ríkir
milli skipulags og fjölbreytileika í þessu verki. Þturt á móti er fjölbreyti-
leikinn í fyrirrúmi og má því kalla þessa túlkun (að svo miklu leyti sem
hún er sett fram sem kenning) mestunarkenningu.28 Hún þarf heldur ekki
að koma svo mjög á óvart. Orsmæðareikningur Leibniz snýr vissulega að
því að finna hin mestu og hin minnstu gildi. Tenging þess konar reiknings-
listar við frumspekina þarf ekkert að vera veikari þótt áherslan, og þar með
hin frumspekilega áhersla, sé fremur, eins og í þessu tilviki, á hinn mesta
fremur en hinn besta feril eða form. Tvær greiningaraðferðir koma fjuir í
verkum Leibniz og þrátt fyrir að þær séu í mörgu andstæðar eru þær ekki
svo fjarri hvor annarri að önnur geti ekki fylgt hinni.29
En tvær greiningaraðferðir skýra ekki endilega hvers vegna Leibniz
setur fram það sem lítur út fyrir að vera tvær andstæðar kenningar. Þrír
möguleikar virðast standa þeim lesendum til boða sem ekki geta sætt sig
við mestunarkenninguna sem fullgilda frumspeki. I fyrsta lagi sá mögu-
27 Die philosophischen Schriften von Gottfiied Wilhelm Leibniz VII, bls. 303. Hér þýtt
með hliðsjón af G.W. Leibniz. Philosopbical Essays, þýðendur R. Ariew og D.
Garber, bls. 150.
28 Rutherford í Leibniz and the Rational Order of Nature harnpar enska hugtakinu
„maximisation“ sem hann telur falla betur að afstöðu Leibniz.
29 Hér á ég við það sem Leibniz nefhir maximis et minimis quantitatibus og formis
optimis. Nálgast má ágæta greinargerð fyrir notkun Leibniz á þessum aðferðum
hjá Hecht, „Leibniz’ Concept of Possible Worlds and The Analysis of Motion in
Eighteenth-Century Physics", bls. 27-45.
196