Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 199
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
leiki sem einmitt er gjaman gripið til þegar Leibniz er til umræðu og á
uppruna sinn líklega að rekja til Russell.30 Þannig gætum við litið svo á að
Leibniz, þessi kæni diplómat, hafi einfaldlega haft í huga mismunandi les-
endur og ákveðið áherslur með þá hópa í huga. Annar möguleiki er sá að
Leibniz hafi ekki tekið eftir því hversu þversagnarkennd framsetning hans
er. Þetta séu mistök. En það er óKklegt. Leibniz skrifaði ekki svo mikið af
ritverkum til birtingar trm ævina að hann hafi ekki haft sæmilega yfirsýn.
Um bréfaskrif hans gegnir öðra máh. Þar má finna ósamræmi, a.m.k. hvað
varðar fiumspekilegar áherslur.31 Að lokum gæti einnig verið freistandi að
lesa Leibniz þannig að dæmin úr Orðræðunni hafi meira vægi í hugsun hans
en það sem hann nefnir í hinu minna þekkta verki, Um uppruna hlutanna.
Sjá má fyrir sér hvernig þetta ætti að virka þó flókið sé. Lögmál þess besta
væri jafiia sem stendur fyrir fall tveggja breytistærða og þannig fæst í raun
óendanlegur ferill sem best er að sjá fyrir sér þannig að andstæðu breyt-
umar tvær, skipulag og fjölbreytileiki, eru túlkaðar með tveimur ásum.
Akveðinn punktur á ferlinum vísar þá í sem mesta samsvörun þar sem
hlutföllin ýta ekki undir annan eiginleikann ffamar hinum.32 En slíkur
lestur lætur okkur ekki í té tvær kenningar sem slíkar, heldur stendur best-
unarkenningin ein sem hin rétta ftumspekilega túlkun. Mestunin væri um
of skilyrt af því að gæta samræmis milK andstæðra eiginleika.
En síðastnefhdi möguleikinn kemur ekki skýrt fram hjá Leibniz.
Lesandinn þarf að geta í eyðumar. Eru slíkar ágiskanir um flókna kenn-
ingu byggðar á röngum forsendum? Það er að minnsta kosti tvennt sem
ber að hafa hér í huga. I fyrsta lagi var líklega ekki alveg réttmætt að láta í
veðri vaka að mestunarkenningin tengdist spumarfomafhinu hversu mikið.
Vel má vera að önnur spumarfomöfn geti tengst mestunarkenningunni.
Efins vegar er oft freistandi að athuga hvort þau geti sagt manni eitthvað
30 Sjá tdl dæmis B. Russell, A Critical Exposition of the Philosophy ofLeibniz, 2. útgáfa
(London: Allen & Unwin, 1937), bls. 3 og 202. Verkið var fyrst gefið út árið
1900.
31 Bréfasafn Leibniz inniheldnr yfir 15.000 bréf. Sum eru á við sæmilegar ritgerðir,
og hefur stór hluti þeirra ekki enn verið rannsakaður og þaðan af síður gefinn út.
3- Þessa skoðun setur Rescher fram í „Leibniz On Possible Worlds“, sjá til dæmis
bls. 152-153. I verki sínu Leibniz and the Rational Order ofNatnre, bls. 23, bendir
Rutherford á að framsetning Reschers sé ákaflega almennt orðuð og vanti sárlega
ítarlegri greinargerð (Rutherford hefur reyndar eldri texta eftir Rescher fyrir
framan sig). Eg hef efasemdir um að greinargerð Reschers sé ekki sæmilega skýr
en hins vegar gæti Rutherford miklu fremur bent á að Rescher styðst sama og
ekkert við texta Leibniz í greinargerð sinni, en lýsir því þess í stað hvemig hann
sér þetta fyrir sér.
197