Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 206
HENRY ALEXANDER HENRYSSON
Mestimarkenningin er vissulega enn virk í fræðum um heimspeki
Leibniz þritt fyrir að hafa kannski ekki farið hátt. Og hún mun halda
áfram að vera til staðar.44 Það er erfitt að lesa útskýringu Leibniz sjálfis
í Um uppruna hlutanna án þess að h'ta svo á að þessi kenning hggi skýr-
ingunni til grundvallar. Og margir sjá ekki aðra leið en að gera sam-
fellulögmálið að frumforsendu þegar komið er að grundvelh veruleikans.
Samsetningu hans lýsti Leibniz hvort sem er sem völundarhúsi hins sam-
fellda og var stærðffæði hans og ffumspeká ætlað að koma okkur út úr þtd
húsi. Þessu völundarhúsi er lýst í fáeinum ritt'erkum ffá sautjándu öld þar
sem menn stóðu á gati andspænis því hvað gera ætti við það sem virtist
vera óendanlegur deilanleiki efnis sem rúmtaks. Descartes hafði til dærnis
reynt að skýla sér bak við það að óendanleildnn tilheyrði aðeins Guði, það
sem virtist takmarkalaust í heinúnum kallaði á allt annað hugtak.4- Or
smæðareikningurinn spratt svo af þessari leit að útgönguleið og fól í
sér lausn á því hvers vegna jafnvel óendanlega margir punktar geta ekki
orðið að línu, sama hversu þétt er raðað, og mónöðufræðin voru svar við
því hvernig heimurinn verður ekki útskýrður til fulls með náttúrulög-
málum sem gera ráð fyrir raunverulegu sambandi milh einfaldra ver-
unda. Heimurinn er eins og stærðffæðidæmi þar sem við gerum ráð fyrir
óendanlegri deilingu, sem er möguleg einmitt vegna þess að hún er ekki
raunveruleg. Oendanleikinn er, þegar öllu er á botiúnn hvolft, fyrst og
ffemst spurning um henmgt orðalag.46 A meðan ekki finnst greinargerð í
verkum Leibniz fyrir því nákvæmlega hvernig haim sá fyrir sér að einfald-
leiki og fjölbreytileiki toguðust á í líkingu við ólínulega bestunarúti'eikn-
inga (sem Leibniz virðist hafa séð fyrir), og á meðan hvergi kemur ffam
hvernig einfaldleikimi á að tengjast þeim náttúrulögmálum sem rið sjáurn
að verki í heiminum, og á meðan margir lesendur Leibniz trúa þri ekki að
hann hafi séð Guð fyrir sér sem einhvers konar óendanlegt reiknilíkan,
þá munu ffæðimenn skiptast í að minnsta kosti tvær fylkingar í afetöðu
44 Eg tel að Rutherford og aðrir hafi hitt á sérlega veikan bleu. Leibniz orðar aldrei
skýrt það sem hann virðist vera að re)tna að segja og Rescher til dæmis hefur
reynt að túlka á hfandi hátt. I augum margra gæti mikilvægasta spurningin mn
þessar mundir einmitt snúist um það hvað þetta allt sarnan segir okkur urn sögu
heimspeldnnar og rannsóknir á henni.
43 Sjá til dæmis Lögmálheimspekinnar, I. hluta, greinar 26 og 27.
46 Það má fræðast nokkuð um hvemig Leibniz sá tilrisanir í óendanleikann fjrir
sér sem tæknilegt fyrirbæri (eða a.m.k. sem hentugt orðalag, fagon de par/ej') sem
byggði á því að rúm og tími eru ekki raunveruleg, hjá A.W. Moore, Tbe Infinite
(London: Roudedge, 1995), bls. 79.
204