Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 213
Anthony Kroch
Tilbrigði í orðmyndum
og setningagerð
Málfræðingar sem aðhyllast þá stefnu í málvísindum sem er á íslensku oft
nefnd málkunnáttufræði (e. generative grammar) og Noam Chomsky er höf-
undur að lögðu lengi vel ekki mikla áherslu á að rannsaka málbreytingar.
Meginviðfangsefhi þeirra var — og er — fremur að setja fram rannsókn-
arspumingar sem miða að því að lýsa „innra málinu“, hinni ómeðvituðu mál-
kunnáttu einstaklingsins — eða öllu heldur málhæfni hans. Bylting Chomskys
var umfram allt fólgin í því að „... [h]ann gerði málvísindin að hluta hugfræða
(e. cognitive sciencé) og setti málnotandann í öndvegi... Málffæði er þá lýsing
á þessari kunnáttu eða þekkingu og eðli hennar..."1 Chomsky teflir „innra
málinu“ gegn „ytra málinu“, sem er meira í ætt við það sem venjulega er
kallað „tungumál“. I þessum skilningi eru þá tungumálaheiti eins og íslenska
eða enska í raun óhlutbundin hugtök, eins konar safnheitd sem eiga við um
ólíkar birtingarmyndir á málbeitingu þeirra málhafa sem mynda tiltekin mál-
samfélög.
A síðustu áratugum hafa æ fleiri málfræðingar sem fýlgja stefnu Chomskys
áttað sig á að rannsóknir á málbreytingum geta dýpkað skilning á eðli mál-
kunnáttunnar. Það eru einkum tveir málvísindamenn sem hafa gefið tóninn
um slíkar rannsóknir og báðir hafa lagt mesta áherslu á breytingar í setn-
ingagerð — en setningafræði er miðlægt svið málfræðirmar frá sjónarmiði
málkunnáttufræðinnar. Annar þessara fræðimanna er David Lightfoot, sem
er Englendingur að uppruna en hefur lengst af starfað í Bandaríkjunum.
Lightfoot hefur sett ffam áhrifamiklar kenningar um það hvernig málbreyt-
ingar kvikna og tengir þær við máltöku barna, en sú skoðun á sér raunar gaml-
ar rætur og birtist m.a. í hugmyndum samanburðarmálffæðinga á ofanverðri
19. öld.2 Hinn aðalfulltrúi sögulegrar málkunnáttuffæði er Anthony (Tony)
1 Höskuldur Þráinsson, inngangur að þýðingu á Noam Chomsky, „Nýjar víddir í
tungumálarannsóknum“, Ritið 1/2007, bls. 178.
2 Sjá t.d. David Lightfoot, Hmv New Languages Emerge, Oxford: Oxford University
Press, 2006.
Ritið 3/2008, bls. 211-242
2tr