Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 217
TILBRIGÐI í ORÐMYNDUM OG SETNINGAGERÐ
fræði, þar sem litið hefur verið svo á að breytileiki í setningagerð tungu-
mála ráðist af mun á orðgerðarlegum og setningarlegum eiginleikum hlut-
verkshausa {e. fimctional heads) frá einu máli til annars, þar á meðal stýriátt
(e. directmiality).5 Að okkar áhti haga setningarhausar sér venjulega eins
og orðgerðareiningar (e. morphological formatives), að því leyti að þeir lúta
hinum vel þekktu hömluáhrifum (e. Blocking Effect-, Aronoff 1976). Þau
útiloka tvímyndir og almennt virðast þau koma í veg fyrir að upp komi
hhðstæðar orðgerðareiningar nema því aðeins að þær gegni mismunandi
hlutverki (sjá Kiparsky 1982b). Þetta eru eins konar algildar hagkvæmni-
hömlur á fjölda máleininga sem málhafar þurfa að læra og geyma í huga
sér.6 Með orðgerðarfræðilegri sýn á setningafræðina koma hömluáhrifin
einnig í veg fyrir breytileika í þáttasafni setningarhausa þar sem afbrigð-
in sem af því leiddi myndu jafngilda tvímyndum. Þetta þýðir þó ekki að
tvímyndir séu útilokaðar í tungumálum, hvorki í orðgerð né setningagerð,
heldur einungis að tvímyndir endurspegli ævinlega óstöðuga samkeppni
milli ósamrýmanlegra málfræðilegra afbrigða. Lausleg skoðun á fyrri mál-
fræðiskrifum sýnir að tvímyndir eru talsvert algengar, en einnig að þær
eru sögulega óstöðugar og haga sér líkt og þau tilbrigði í semingagerð og
þær breytingar sem við höfum rannsakað.
2. Málfræðileg samkeppni og málbreytingar
2.1. Jafnhraðaáhrifm
Rannsóknir á breytingum í setningagerð (Kroch 1989a (1982), 1989c;
Pintzuk 1991; Santorini 1993) hafa sýnt að málbreytingar sem virðast
endurspegla tdlfærslur í gnmdvallarorðaröð þróast á skipulegan hátt. I
fyrsta lagi eru þessar breytingar venjulega hægfara ef marka má vitnisburð
5 Hér er ekki teldð undir afstöðu Kayne 1993, en samkvæmt honum standa setning-
arhausar ávallt á undan fylhhð sínum fremst og þegar haus virðist vera I aftasta
sæti kemur það til af færslu. Við teljum hins vegar að hugmyndir okkar megi
tengja beint við framsetningu hans ef þess gerist þörf. Það myndi fela í sér
umbreytingu stýriáttarþáttarins í þann þátt sem veldur skyldubundinni vinstri-
færslu fylliliða og viðhengja með haussnum, t.d. „sterkra“ andstætt „veikra“ N-
þátta (nafnorðsþátta; e. N-featnres) svo vitnað sé í Chomsky 1993. Sjá einnig
Rohrbacher 1994b um ákveðin vandkvæði við kenningu Kayne.
6 Tilvist slíkrar hagkvæmnishömlu vekur upp spumingar sem varða sálffæðileg
líkön af því hvemig orðgerðareiningar em geymdar í heilanum. Þeirri kunnáttu
hlýtur að vera þannig fyrir komið að skipulag hennar leiði til nauðsynlegrar
hámörkunar.
2I5