Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 220
ANTHONY KROCH
nýja afbrigðisins í mismunandi samhengi á hverjum tíma og þrátt fyrir
þær óreglulegu sveiflur sem einkenna megindleg gögn er hraði breyting-
arinnar (þ.e.a.s. hallatala aðhvarfsfallsins) í öllum tihikum sá sami. Þannig
er breytileiki á hallatölugildi í eftírfarandi töflu vel innan þeirra marka sem
búast má við að ráðist af tilviljun:
Tafla 3: Gildi hallatölu (h) og ássniðs (á) eftir aðhvarfigreinmgu
á tíðni setninga par sem sögnferist ekki í beygingarhaus
eftir tímabili og setningagerð
Fullyðingar- setningar með neitun Spumingar með neitun Spumingar með áhrifssögn Spumingar með áhrifislausri sögn Spumingar með irh-andlagi Never
h á h á h á h á h á h á
3,74 -8,33 3,45 -5,57 3,62 -6,58 3,77 -8,08 4,01 -9,26 3,76 -5,37
Þetta eru jafhhraðaáhrifm sem koma hvað efrir annað í ljós í rannsóknmn.
Almennt má líta svo á að þau gefi vísbendingu um að breytingar á tíðni
einstakra setningagerða á málbreytingaskeiði samsvari tilhneigingu mál-
hafa til að velja eitt baklægt afbrigði öðru fremur í máli sínu; þetta val
birtist svo í mismunandi yhrborðsgerð seminga þar sem hægt er að rnæla
tíðni í notkun afbrigðanna. Athygli skal vakin á þtd að afbrigðið sem liggur
til grundvallar gemr birst á ólíka vegu í mismunandi yfirborðssamhengi
vegna samspils við aðra málfræðilega þætti. Þannig sýnir ofangreint dæmi
að notkun sagnarsambands með hjálparsögninni do og breyting á afstöðu
léttra atviksorða gagnvart sögninni haldast í hendur. Sambandið á milli
breytinganna er ák\urðað út frá málkerfi einstaklingsins, ekki út frá mál-
beitingu í yfirborðssamhengi. Valkostirnir sem þarna er um að ræða felast
ekki heldur í breytilegum birtingarmyndum í málkerfi sama einstaklings,
eins og þegar val er um það hvort setningarliður er fráfærður (e. extraposed)
eða ekki. Þvert á móti virðast valkostirnir ávallt vera málffæðilega and-
stæðir og ekki falla að eiimi heildargreiningu. I umræddu tilviki ber t.d.
öllum sem í seinni tíð hafa fjallað um færslu sagnar í beygingarhaus saman
um það að beygingarlegir og semingarlegir eiginleikar hlutverkshausa kalli
hana ffam og að hún geti ekki verið valffjáls. Þar sem semingarafbrigðin
sem verða til við þær breytingar sem hafa verið rannsakaðar falla ekki að
einni heildstæðri greiningu öðlast þau ekki stöðugleika og bætast því ekki
í hóp þeirra setningarfyrirbæra sem sýna breytileika í málinu. Þess í stað
verður málþróunin ávallt sú að annað hvort afbrigðið hverfur.
I tengslum við áðurnefht dæmi skal minnt á að sú leið sem hér er farin
218