Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 232
ANTHONY KROCH
ar sagnmyndir, rétt eins og dæmið nm ensku þátíðina, almennt stoðum
undir greiningu á númyndum sem myndum í innbyrðis samkeppni. Það
sem er sérstakt við írska dæmið er að tilbrigðin sem hömluáhrifin verka
á skipta máh í setningafræðilegu samhengi. Ef beygingarsamræmi írskra
sagna er greint sem inntak hlutverkshauss sem felur í sér samræmi við
frumlag (Samr(æmi)-F(rumlag); e. Agr-S(ubject)), eins og nú er algengt
að gera ráð fyrir, verður að líta á aðgreiningu samsettra og ósamsettra
mynda sem mun á inntaki viðkomandi hauss og þá valdar aðeins annað
afbrigðið núllfrumlag. I þessu tihdki taka hömluáhrifin þtd til setning-
arhauss sem hýsir þátt sem veldur sagnfærslu. Þar sem munurinn á þessum
tveimur afbrigðum af Samr-F-hausnum felst einungis í be)?gingarleg-
um þáttum en ekld í merkingu getur samtdst þeirra ekki haldist stöðug.
Munur á hlutverki þeirra, sem birtist í dæmum á borð við (18), einskorðast
við tiltekið merkingarsvið þar sem sagntengdir kerfishausar hafa í raun
ólíka merkingu, eins og kemur fram í setningaráherslu. Það er einmitt
við slíkar aðstæður sem nota má sagnarsamband með hjálparsögninni do
í jákvæðmn fohyrðingarsetningurn í nútímaensku, en það er annars ekki
leyfilegt. Þetta fyrirbæri í ensku virðist einnig endurspegla hömluáhrifin.12
Þar sem hlutverk ósamsettra og samsettra sagnmynda í írsku er jafngilt
mætti spyrja hvernig standi á því að þær geti verið til samtímis, jafnvel í
ólíkum básum beygingardæmisins. Svarið tdð þeirri spurningu byggist á
því hvernig htið er á hlutverk beygingarflokka í málfræði. Þar sem beyg-
ingarflokkar (fallorðabeygingar, sagnbeygingar o.s.frv.) eru sínálægir og
stöðugir í málinu verður að taka tdllit til þeirra við framsetningu reglu um
hömluáhrifin. Tvenns konar þátíðarmyndir í ensku, veikar mjmdir með -ed
og sterkar með hljóðskiptum í stofni, hafa verið við lýði samhhða allt frá
ffumgermönskum tíma. Dálkar í beygingardæmum orða geta greinilega
verið markaðir þannig í orðasafninu að þeir krefjist ólíkrar birtingarmynd-
ar á hinum óhlutbundnu beygingarþáttum þeirra. Jafnvel þótt mismunandi
mörkun feli ekki í sér merkingarmun eru afbrigðin þó samtímis til staðar í
málinu án þess að á milli þeirra ríki samkeppni (og verka í samræmi við þá
meginreglu í málfræði að sértækari reglur verki á undan þeim almennari
(e. Elsewhere Condition, „annars staðar“-skilyrðið)).13 I írska dæminu fela
12 Hömluáhrifin kunna einnig að valda því að í írsku getur formlegt yfirborðsfrumlag
aldrei komið ffam með ósamsettri sagnmynd. Þó er þörf á ffekari rannsóknum til
að skoða þennan möguleika í smáatriðum og meta hann.
13 Svipuð mörk stjóma vali á afleiðsluaðskeytum sem hafa ólfkt form en sörnu rnerk-
ingu, eins og t.d. -ity og -ness sem rætt var um hér að ofan.
23°