Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 236
ANTHONY KROCH
í ensku einnig áhugaverðar. Eins og kunnugt valda wb-orð í framstöðu
og kjarnafærðir setningarliðir með neitun eða tengiorðinu so þ\i að sögn
í persónuhætti færist í tengihaus, en ekki annars konar kjarnafærðir liðir.
Berum saman dæmi (24) og (25) hér að neðan:
(24) a. Who have you visited?
b. Not a single prisoner will they spare.
c. Sarah works hard and so does Bill.
(25) a. Mary, I have visited.
b. Some prisoners, they will spare.
c. Often, she works hard.
Við fyrstu sýn virðist undarlegt að tilbrigði skuli koma fram í tengslum við
almennt setningafræðilegt ferli á borð við S2-hömluna eftir einkennum
kjarnafærða liðarins, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að seminga-
gerðin sem kallar á umröðun frumlags og sagnar í nútímaensku er náskyld
þeirri sem krafðist sagnfærslu í tengihaus fremur en beygingarhaus í forn-
og miðensku (Pintzuk 1991). Munurinn á tvenns konar setningarstöðu
sagnar á eldri málstigum tengdist málfræðilegum formdeildum eins og
horfi og hætti, og virðist þannig líka hafa tengst muninum á beyging-
arlegum þátmm í tengi- og beygingarhausunum.16 I tímans rás glataði
beygingarhausinn þeim eiginleikum sem ollu færslu sagnar í hann en það
gerði tengihaus ekki. Þess vegna kemur sagnfærsla í tengihaus enn fram í
nútímamáli. Spyrja mætti hvers vegna tilvist ákveðinna liða leiði alltaf til
sagnarfærslu í tengihaus, þ.e.a.s. hvers vegna t.d. umröðun frumlags og
hjálparsagnar í enskum spurningum sé ekki valfrjáls. Astæðan hlýtur að
vera sú að það séu eins konar valvensl milli liðanna sem virka sem hvatar og
beygingarlegra og semingarfræðilegra eiginleika tengihaussins sem valda
sagnfærslunni. Þessi vensl minna enn og aftur á það sem birtist í orðgerð-
arfræðinni, þar sem tiltekin orð krefjast markaðra aðskeyta en önnur bæta
við sig sjálfgefhum aðskeytum, eins og í dæminu sem rætt var hér á undan
um nafhorðsviðskeytin -ity og -ness. Eins og vanalega koma hömluáhrifin
í veg fyrir að tvímyndir verði til. Ef litdð er svo á að beygingarlegir þættir
tengihaussins sem knýja sagnarfærsluna í dæmi (24) séu valdir af hvöt-
16 Svipuð færsla sagnar í tengihaus (e. V-to-C ?novement), sem tengist hætti, kernur
fram í kjarnafærðum skilyrðissetningum ef aukatengingarsætið er tómt:
(i) Had I known, I would have come earlier.
(ii) If I had known, I would have come earlier.
234