Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 238
ANTHONY KROCH
og vikið verður að hér á eftir.1' Finna má augljós dæmi um tilvist tilbrigða
í stýriátt aðseminga. Nokkrar þýskar aðsetningar, einkum entlang ,með-
fram‘, og wegen ,vegna‘, eru t.d. í raun og veru eftirsetningar, þótt þýska sé
fyrst og fremst forsetningamál:
(26) a. den Flufi entlang
ánni meðfram
b. des Kindes wegen
barnsins vegna
Orðið wegen er auk þess áhugavert vegna þess að staða þess gagnvart fylli-
lið sínum er breytileg. I daglegu tali er orðið venjuleg forsetning en í upp-
höfhum stíl er það í vissum tilvikum eftirseming. Eftirsemingarorðaröðin
er greinilega fornleg og virðist vera um það bil að hverfa úr málinu, alveg
eins og búast mætti við. I frönsku er líka aðseming, durant, sem gemr ýmist
verið forsett eða eftirsett, og þar hafa myndirnar tvær ólíka merkingu auk
þess sem þær tilheyra mismunandi málsniði. Þegar durant er forsetning
er hún hversdagsleg og merkir ,einhvern tíma á meðan‘. Eftirsemingin
kemur aftur á móti aðeins fyrir í ritmáli og merkir ,allan tímann1 eins og
eftirfarandi semingapar sýnir:18
(27) II a travaillé durant Pannée.
Hann hefur unnið á árinu
„Hann heíúr unnið (einhvern ótiltekinn tíma) á árinu.“
(28) II a travaillé Pannée durant.
Hann hefur unnið árið allt.
„Hann hefur unnið allt árið.“
Hollenska er annað og víðtækara dæmi um tilbrigði í stýriátt aðsetninga
en hún hefúr bæði forsetningar og eftirsetningar.19 Auk þess geta ýmsar
17 Lýsingarorð geta einnig sýnt óreglulega setningafræðilega hegðun, til dærnis í
tengslum við stöðu þeirra á undan eða eftir nafinorðinu í málum eins og ffönsku,
og stöðu þeirra eftir því hvort þau eru einkunn eða sagnfyliing í ensku.
18 Christiane Marchello-Nizia fær þakkir fyrir þetta dæmi
19 Laura Joosten fær þakkir fyrir að benda mér á þessi ttilvik og leggja mér til dæmin.
Vert er að hafa í huga að hollensk eftirsetning verður yfirleitt að renna saman við
sögnina sem stýrir henni, og þá líkist hún affnörkuðu lausu forskeyti sem unnt er
að skilja frá sögninni. Aftur á móti virðist samruni ekki geta orðið þegar eftirsetn-
ingin fær áherslu, eins og í eftirfarandi dæmi þar sem eftirsetningarliðurinn heftir
verið kjarnafærður:
236