Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 75
BÍLAR
Bílar, tilfinningar
og vmstrimennska
Eöa: Vandi bílatöffara á blóma-
og baráttutímum
• Cordinn var langt á undan sinni samtíö. Þessi glæsivagn frá 1937 var búinn öliu því sem helst
Pykir prýöa bíla í dag: framhjóladrifi, rafmagnsskiptingu og ökuljósum sem opnuðust upp úr
{fambrettinu.
f Nar ÞÁTTUR
itilfinningalífinu
j’Bílar eru snar þáttur í þjóðlífinu." Þessa
llsju heyrum við oft, með tilheyrandi útlist-
J^uum á þjóðhagslegu gildi vegakerfisins og
undna slitlagsins, og svimandi tölum um
ureiðaeign landsmanna. Allt er það nú
róðlegt og vafalaust satt og rétt, en það sem
rriUr finnst öllu fróðlegra er hvað „bílar eru
Snur þáttur í tilfinningalífinu." Veltum því
sv°lítið fyrir okkur.
TIL FLUTNINGA
^'Lli TVEGGJA PUNKTA
( mir menn skilgreina bíla þannig: „Bíll er
ki til að flytja mann eða hlut á milli tveggja
nkta.“ f>á hugsum við bíladellukallar með
e^ningu: „Aumingja mennirnir vita
ki hvað þeir eru að segja, og af hverju þeir
s.. aö missa. Þetta er svona álíka og að
gfeina tónlist sem röð af misháum, mis-
in> Uni tónum. Er þetta ekki bara tilfinn-
^kaleg bæling?" Enda kemur í ljós að þeir
^Þykjast vera gjörsamlega hlutlausir í af-
i u sinni til bíla bráðna þegar á hólminn er
hn f ’ ^ Laráttuglapma í augun og kreppa
ana við að sjá verklegan jeppa göslast
yfir Krossá, snúa sig nánast úr hálsliðnum og
verða fjarrænir á svip ef þeir sjá opinn 2ja
manna Jaguar E Type á götu í London
(merkilegt að enginn skuli vera til hérlendis)
og vita ekki hvort þeir eiga að bölva kapítal-
ismanum eða lofa hönnuðina þegar dimm-
blár Mercedes Benz 300 SE geysist fram úr
þeim á Keflavíkurveginum.
FRUMKRAFTURINN
LÍFIÐ SJÁLFT
Vitaskuld gegna bílar miklu veigameira hlut-
verki en að flytja mann eða hlut á milli
tveggja punkta. Fyrir suma menn eru þeir
lífið sjálft, efni í drauma í svefni sem vöku,
hlutgerfingur ævintýranna, flutningavagn
draumadísanna, táknið um frumkraftinn í
sjálfum okkur og jafnframt farvegurinn fyrir
hann. Það er vissulega engin tilviljun að eng-
ar vörur eru jafn oft auglýstar með hjálp
sætra stelpna og bílar og hlutir þeim tengdir;
ýmist standa villtar ungmeyjar hjá blóðheit-
um tryllitækjum og höfða til stráksins í okkur
ellegar fínlegar glæsidömur halla sér blíðlega
upp að dýrari límósínum og eiga að laða fram
herramanninn.
Og bílaframleiðendurnir vita vel hvað
klukkan slær og úða góðgætinu í varnarlaus-
ar sálir: Sportbílum, GTI-útfærslum, 16
ventla vélum, beinum bensíninnspýtingum
og rennilegum línum fyrir bundna slitlagið
og risa-hjólbörðum, dráttarspilum og
splittuðum drifum fyrir öræfin. Og sífellt
dettur framleiðendunum eitthvað nýtt í hug,
sem betur fer, því sá
bíladellukall verður tæpast eldri sem ekki
getur enn sem fyrr látið sig dreyma um hvað
hann langar í næst.
JÁTNINGAR GAMALS MAÓISTA
Það gat verið erfitt að vera maóisti (með
hippalegu ívafi) og bíladellukall á árunum
kringum 1970. Við vorum þó óneitanlega
nokkrir og urðum að fara dult með tilfinn-
ingar okkar, a.m.k. á baráttufundum og í
kröfugöngum. Þá var búið að taka öll vest-
ræn, borgaraleg gildi úr sambandi, á yfir-
borðinu a.m.k., og hvað var frekar til marks
um misskiptingu auðsins og fánýti efnislegra
hluta en það sem rann eftir götunum fyrir
augum okkar. Eða hvað?
Níundi áratugurinn er áratugur opnin-
skárra fjölmiðlajátninga og nú fá lesendur
Þjóðlífs hispurslausar játningar gamals maó-
ista beint í æð: Fyrir tæpum tuttugu árum
kom einatt saman lítill hópur ungra
byltingarmanna (ég nefni engin nöfn fyrr en
eftir 25 ár) eftir kröfugöngur og baráttu-
fundi, dreypti á skosku vískíi, púaði digra
vindla og átti fyrir sitt leyti heiminn því fram-
tíðin var þeirra - og töluðu um hitt áhuga-
málið: Bíla. Stöku sinnum bar einnig ungar
stúlkur á góma, en það heyrði til undantekn-
inga. Undirritaður var í þessum hópi. Við
hreiðruðum um okkur í reykmettuðu her-
bergi á stúdentagarði í skandínavískri höfuð-
borg, angurværir af viskíinu (þá sjaldan að til
var peningur til að slá í eina) og létum okkur
dreyma.
Einn var búinn að fara í bæinn í hverri
viku hálfan veturinn til að kaupa miðviku-
dagsútgáfuna af Hamburger Abendblatt, en
henni fylgdi aukablað með bílaauglýsingum.
Hann dreymdi um að fara til Hamborgar og
kaupa notaðan BMW 2002 TI, ofboðslegt
tryllitæki, og vissi allt um bílasölur þar í borg.
Eina vandamálið var fjármögnunin, en hann
fullyrti með glampa í augum að ef hann
kæmist á góðan rækjubát í sumar og lifði á
tvíbökum næsta vetur þá væri þetta ekkert
mál.
Annar félagi okkar var svo glórulaus
jeppadellukall að það lá við að hann labbaði
upp brekkur í lágadrifinu - þá tók hann stutt
en kröftug skref. Hann hafði augastað á
Willy’s 1947 sem hann hafði fundið í fjós-
haug suður í Fossvogi í jólafríinu og gat feng-
ið fyrir slikk. Það væri ekkert mál að rífa
hann í sundur stykki fyrir stykki, þrífa allt
upp, slípa síðan og mála, það væri svo sterkt í
þessu að hann þyrfti örugglega ekkert að
kaupa í hann. Og framtíðardraumurinn fólst
í því að kaupa átta sílindra Chevrolet-vél
75