Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 23
INNLENT Stöðuveitingin til umræðu á alþingi Síðastliðið haust óskaði Kristín Halldórs- dóttir, þingmaður Kvennalistans, eftir umræðum utan dagskrár á alþingi um skipan í stöðu þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli. Kristín óskaði eftir því að umræðan færi fram áður en Náttúruverndarþing kæmi saman. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, hafnaði beiðni Kristínar á þeim forsendum að fyrirspurnartími væri á þrotum þá vik- una. Kristín varð því að leggja formlegar spurningar fyrir menntamálaráðherra, en vegna fjarveru ráðherra dróust um- ræður fram eftir hausti. Náttúruverndar- þingi var þannig löngu lokið þegar málið kom til umræðu. Kristín beindi m.a. þeirri spurningu til ráðherra hvort hann hefði kynnt sér ráðningu í stöðuna og í framhaldi af því hvort hann gæti upplýst hvaða forsendur lágu til grundvallar. Loks spurði Kristín ráðherra hvort hann væri samþykkur vali Náttúruverndar- ráðs. Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, kvaðst hafa kynnt sér vinnubrögð Náttúruverndarráðs við stöðuveitinguna og að hann gerði engar Kristín Halldórsdóttir Kvennalista spurði Birgi ísleif Gunnarsson menntamálaráö- herra hvort hann væri samþykkur vali Náttúruverndarráðs í stöðu þjóðgarðsvarðar. Birgir kvaðst vera það. Hjörleifur Guttormsson sagði forsendurnar fyrir ráðningunni ekki rétt lagðar en Guðrún Helgadóttir sagði að á allan hátt hefði verið farið rétt að. athugasemdir við þau. „Sjálfur tel ég reyndar að þar hafi vel verið valið“, sagði ráðherra. „Við það ráðslag Náttúru- verndarráðs hef ég ekkert að athuga, enda benda vinnubrögð Náttúruverndar- ráðs við umfjöllun málsins til þess að ákvörðun um ráðningu í starfið hafi verið tekin að vandlega yfirveguðu ráði“. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, kvað það mat sitt að forsend- urnar fyrir ráðningunni „hafi ekki verið rétt lagðar af Náttúruverndarráði". I stöðuna hafi átt að ráða mann með nátt- úrufræðilega menntun af einhverju tagi. Hjörleifur sagði gagnrýni sína ekki bein- ast gegn Stefáni Benediktssyni: „Ég hef þegar boðið hann velkominn til starfa“. Guðrún Helgadóttir, Alþýðubanda- lagi, lýsti því yfir við þessar umræður að það „hafi verið farið að á allan hátt eins og vera bar við ráðningu þjóðgarðsvarð- ar“. Lásu aldrei umsóknirnar Tveir meðlimir í Náttúruverndarráði hafa viðurkennt í samtölum við Þjóðlíf að þeir hafi aldrei lesið umsóknirnar um starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. „Ég sá ekki sjálfar umsóknirnar, en ég leitaði mér upplýsinga hjá framkvæmdastjóra ráðsins og fleiruni áður en ég tók af- stöðu“, sagði annar þeirra. Og hinn gaf þessa skýringu: „Ég var búinn að gera upp hug minn og áleit að ég þekkti nægi- lega vel til umsækjenda". Skaftafell Þjóðgarður Islands Sex konur hafa hætt á tveimur árum Á síðustu tveimur árum hafa sex konur hætt störfum á skrifstofu Náttúruvernd- arráðs. Þar vinna að jafnaði sex til sjö manns: framkvæmdastjóri, þrír til fjórir sérfræöingar og tveir ritarar. Eftirtaldar konur hafa hætt störfum: Helga Edwald umhverfisfræðingur, Jó- hanna Einarsdóttir ritari. Björk Gunn- arsdóttir ritari, Sigrún Helgadóttir líf- fræðingur, Lísa Bender ritari og Brvndís Róbertsdóttir náttúrufræðingur. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.