Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 23
INNLENT
Stöðuveitingin til umræðu á alþingi
Síðastliðið haust óskaði Kristín Halldórs-
dóttir, þingmaður Kvennalistans, eftir
umræðum utan dagskrár á alþingi um
skipan í stöðu þjóðgarðsvarðar í Skafta-
felli. Kristín óskaði eftir því að umræðan
færi fram áður en Náttúruverndarþing
kæmi saman. Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, forseti sameinaðs þings, hafnaði
beiðni Kristínar á þeim forsendum að
fyrirspurnartími væri á þrotum þá vik-
una. Kristín varð því að leggja formlegar
spurningar fyrir menntamálaráðherra,
en vegna fjarveru ráðherra dróust um-
ræður fram eftir hausti. Náttúruverndar-
þingi var þannig löngu lokið þegar málið
kom til umræðu. Kristín beindi m.a.
þeirri spurningu til ráðherra hvort hann
hefði kynnt sér ráðningu í stöðuna og í
framhaldi af því hvort hann gæti upplýst
hvaða forsendur lágu til grundvallar.
Loks spurði Kristín ráðherra hvort hann
væri samþykkur vali Náttúruverndar-
ráðs.
Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta-
málaráðherra, kvaðst hafa kynnt sér
vinnubrögð Náttúruverndarráðs við
stöðuveitinguna og að hann gerði engar
Kristín Halldórsdóttir Kvennalista spurði Birgi ísleif Gunnarsson menntamálaráö-
herra hvort hann væri samþykkur vali Náttúruverndarráðs í stöðu þjóðgarðsvarðar.
Birgir kvaðst vera það. Hjörleifur Guttormsson sagði forsendurnar fyrir ráðningunni
ekki rétt lagðar en Guðrún Helgadóttir sagði að á allan hátt hefði verið farið rétt að.
athugasemdir við þau. „Sjálfur tel ég
reyndar að þar hafi vel verið valið“, sagði
ráðherra. „Við það ráðslag Náttúru-
verndarráðs hef ég ekkert að athuga,
enda benda vinnubrögð Náttúruverndar-
ráðs við umfjöllun málsins til þess að
ákvörðun um ráðningu í starfið hafi verið
tekin að vandlega yfirveguðu ráði“.
Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi, kvað það mat sitt að forsend-
urnar fyrir ráðningunni „hafi ekki verið
rétt lagðar af Náttúruverndarráði". I
stöðuna hafi átt að ráða mann með nátt-
úrufræðilega menntun af einhverju tagi.
Hjörleifur sagði gagnrýni sína ekki bein-
ast gegn Stefáni Benediktssyni: „Ég hef
þegar boðið hann velkominn til starfa“.
Guðrún Helgadóttir, Alþýðubanda-
lagi, lýsti því yfir við þessar umræður að
það „hafi verið farið að á allan hátt eins
og vera bar við ráðningu þjóðgarðsvarð-
ar“.
Lásu aldrei
umsóknirnar
Tveir meðlimir í Náttúruverndarráði
hafa viðurkennt í samtölum við Þjóðlíf að
þeir hafi aldrei lesið umsóknirnar um
starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. „Ég sá
ekki sjálfar umsóknirnar, en ég leitaði
mér upplýsinga hjá framkvæmdastjóra
ráðsins og fleiruni áður en ég tók af-
stöðu“, sagði annar þeirra. Og hinn gaf
þessa skýringu: „Ég var búinn að gera
upp hug minn og áleit að ég þekkti nægi-
lega vel til umsækjenda".
Skaftafell
Þjóðgarður Islands
Sex konur hafa
hætt á tveimur
árum
Á síðustu tveimur árum hafa sex konur
hætt störfum á skrifstofu Náttúruvernd-
arráðs. Þar vinna að jafnaði sex til sjö
manns: framkvæmdastjóri, þrír til fjórir
sérfræöingar og tveir ritarar.
Eftirtaldar konur hafa hætt störfum:
Helga Edwald umhverfisfræðingur, Jó-
hanna Einarsdóttir ritari. Björk Gunn-
arsdóttir ritari, Sigrún Helgadóttir líf-
fræðingur, Lísa Bender ritari og Brvndís
Róbertsdóttir náttúrufræðingur.
23