Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 79
Síðasta myndin sem tekin var af FWD-trukknum áður en bálförin fór fram. Eins og sjá má er bíllinn alveg heill, enda var hann
nýlega uppgerður þegar honum var lagt all nokkrum árum áður. Stærðina má marka af manninum sem stendur hjá bílnum.
Fornbílaklúbbsins, að vitundin um minja-
gildi bíla vaknaði fyrir alvöru. Yfirmenn
Vegagerðarinnar hafa það sér ef til vill til
málsbóta.
FWD-inn var sem fyrr segir fyrsti bíllinn
sem hingað kom með drifi á öllum hjólum;
aðrir bílar með slíkum búnaði komu ekki
fyrr en í síðari heimsstyrjöldinni, nær hálfum
öðrum áratug síðar.
Og þetta ógurlega ferlíki, sem bliknar að
vísu fyrir trukkum nútímans, gegndi um
langt árabil hlutverkum sem öllum öðrum
bílum landsins voru ofviða: Hann bar
ógrynni efnis í vegi og brýr, ruddi burt heljar-
innar snjódyngjum á heiðum uppi og svign-
aði undir níðþungum hlutum í fyrstu Sogs-
virkjanirnar. Það er því síst að undra að
áhugamönnum um fornbíla vökni um augu
þegar trukkinn gamla og örlög hans ber á
góma.
Þegar Bifreiðasafni íslands verður komið
á laggirnar, sem verður vonandi fyrr en síð-
ar, hlýtur stór mynd af FWD-trukknum að
blasa við á vegg úr því hann trónir þar ekki í
öndvegi sjálfur, heldur liggur grafinn uppi
við Rauðavatn.
Ásgeir Sigurgestsson
SENDIBÍLASTÖÐIN HF.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 25050 4^1 REYKJAVÍK
T raustir menn