Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 22
INNLENT Efasemdir hafa vaknaö um aö arkitekt sé best til þess fallinn aö upp- fylla kvaöir um að gera „yfirlit yfir nátt- úrufræöirannsóknir í héraöinu jafnframt ástundun eigin rannsókna í þjóð- garðinum eöa nágrenni hans“ eins og til er ætlast. mann. Aðild að Náttúruverndarþingi eiga ýmis félagasamtök og stofnanir sem tengjast náttúru og gróðurvernd. „Það er tilviljun háð hver er valin í stjórn. Ef einhver stendur upp og heldur glimrandi góða ræðu er hann kosinn í ráðið. Menntun eða reynsla er ekk- ert aðalatriði í þeim tilvikum. Þetta gerir það að verkum að fólk sem lítið eða ekkert veit um náttúruvernd er í sumum tilvikum sett yfir fólk með sérmenntun og reynslu", sagði maður sent þekkir vel til innan ráðsins í sam- tali við Þjóðlíf. Fyrrverandi starfsmaður Náttúruverndar- ráðs tók undir þetta sjónarmið í samtali við Þjóðlíf og taldi að skoðanir ráðsmanna gengju oft og einatt í berhögg við álit starfs- manna sem þó væru málum best kunnugir. Hann taldi brýnt að settar yrðu reglur um það hvernig valið er í Náttúruverndarráð — enda mikið í húfi. Starfssvið ráðsins verður æ víðtækara, það er m.a. umsagnaraðili um allar meiriháttar framkvæmdir til dæmis á sviði vegagerðar og fiskeldis. Að auki starfa hjá ráðinu tugir landvarða á sumrin og það hefur yfirumsjón með þjóðgörðunum í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum auk mikils fjölda friðlýstra svæða um allt land. Þá hefur ráðið umsjón með margháttuðunum rann- sóknum og fræðslu uin náttúru landsins. Það að ráðinn var arkitekt sem þjóðgarðs- vörður þegar völ var á sérmenntuðu fólki með mikla reynslu þykir vísbending um ófagleg vinnubrögð. í svarbréfi til Jafnréttis- Áttum gott samstarf við Sigrúnu „Það er alveg á hreinu að samstarfið við Sigrúnu var ágætt. Hún hafði náttúrulega ákveðnar skoðanir og þurfti að taka ákvarðanir sem stundum voru óvinsælar í sveitinni“, sagði Axel Yngvason, bóndi að Ási í Kelduhverfi í samtali við Þjóðlíf. Sigrún vann við þjóðgarðinn í Jökulsár- gljúfrum í fimm ár og þurfti að hafa náið samstarf við heimafólkið að Ási. „Það mæddi mikið á Sigrúnu, enda vita Islendingar ekki hvað þjóðgarður er“, sagði Axel. „Hún stóð að mestu leyti ein í þessu til að byrja með og það starf var mjög erfitt og krefjandi. Við hér á Ási áttum mikil samskipti við Sigrúnu, enda var hún hérna meira og minna. Auðvitað vorum við stundum á öndverðum meiði, en hún kom fram af sanngirni við okkur". Þjóðlíf leitaði einnig til Agnars Ingólfs- sonar prófessors, og fyrrverandi vara- manns í Náttúruverndarráði, en hann og Sigrún unnu saman í Lífríkisnefnd ráðs- ins. „Við Sigrún unnum mikið saman í Líf- ríkisnefndinni og það gekk mjög vel. Við áttum gott samstarf", sagði Agnar að- spurður um hvernig samstarf hans og Sigrúnar hefði verið. „Ég var hættur í ráðinu þegar þessi mál komu upp og veit ekki hvernig þau hafa þróast. Ég átti hins vegar gott samstarf við Sigrúnu að öllu leyti". ráðs eru m.a. tínd til þessi rök til að réttlæta að gengið var fram hjá Sigrúnu: „Stefán hef- ur dvalið langdvölum í Skaftafelli og þekkir því staðinn og héraðið vel. bæði náttúru þess og sögu. Eitt verka Stefáns er skólinn og félagsheimilið á Hofi í Öræfum, sem hann teiknaði og skipulagði frá grunni og hafði síðan umsjón með byggingu hússins, og hef- ur hlotið mikið lof heimamanna fyrir". Það er ekki síst síðasta atriðið sem Elín Pálmadóttir lagði áherslu á í samtali við Þjóðlíf — hve Stefán sé vinsæll fyrir austan og vel látinn. í þessu sambandi ýjaði hún einnig að því að Sigrún gæti aldrei unnið með fólkinu eða haft mannaforráð. Sömu sjónar- mið og Náttúruverndarráð nefndi í síðasta bréfinu til Jafnréttisráðs — í þeim tilgangi einum að gera Sigrúnu tortryggilega. Þrátt fyrir meintar vinsældir Stefán Bene- diktssonar fyrir austan, hafa vaknað spurn- ingar um hvernig arkitekt á að uppfylla kvaðir um „yfirlit yfir náttúrufræðirann- sóknir í héraðinu jafnframt ástundun eigin rannsókna í þjóðgarðinum eða nágrenni hans" eins og til er ætlast. Eitt af skilyrðunum sem sett voru áður en ráðið var í stöðu þjóðgarðsvarðar var að við- komandi yrði að búa í Skaftafelli. Sam- kvæmt heimildum Þjóðlífs gengust allir um- sækjendur inn á það í samtölum við nefndar- menn Náttúruverndarráðs. Þess vegna þótti það skjóta skökku við þegar Stefán Bene- diktsson bauð sig fram sem formaður Arki- tektafélagsins í mars síðastliðnum — en hann tók vel að merkja við stöðu þjóðgarðs- varðar um síðustu áramót. Formennska í Arkitektafélaginu mun einkar tímafrek og erfitt þykir að reka félagið austan úr Skafta- felli. Húsnæði fyrir Stefán verður tilbúið nú í sumarbyrjun þegar gamli þjóðgarðsvörður- inn flytur sig um set. Náttúruverndarráð keypti húsakynni hans á síðasta ári eftir sér- staka aukafjárveitingu. Elín Pálmadóttir og Gísli Gíslason lögðu mikla áherslu á að Stef- án byggi fyrir austan en kváðust ekki vita hvað gert verður ef hann stendur ekki við það. Sem fyrr segir hefur Jafnréttisráð fellt þann úrskurð að Náttúruverndarráð hafi gengið í berhögg við lög um jafnrétti karla og kvenna með því að sniðganga Sigrúnu Helgadóttur. Jafnframt mæltist ráðið til að Sigrún fái stöðuna þegar reynslutíma Stefáns lýkur um áramótin. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að Náttúruverndar- ráð ætli að verða við þeim tilmælum. Hrafn Jökulsson 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.