Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 58
VIÐSKIPTI „Lesið Kaldaljós. Pað verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann.“ Margrét Eggertsdóttir, Pjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg.“ Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. j---------------------V. 5vortáímtu ’i--------------------r* Ágóði af alkóhólisma Yfir 80 milljónir ígjaldeyristekjur Islendingar eru taldir hagnast um 80 mill- jónir króna í gjaldeyristekjum á ársgrund- velli á nýjum atvinnuvegi, meðferð alkóhól- ista. Þegar hafa myndast biðlistar á Fitjum og vaxandi eftirspurn er eftir „íslensku leið- inni“ í meðferð alkóhólista. Til skamms tíma voru starfandi tvær með- ferðarstöðvar fyrir erlenda alkóhólista á ís- landi; Von með starfsemi við Bárugötu í Reykjavík og íslenska meðferðarstöðin sf með starfsemi á Fitjum á Kjalarnesi. Mikil samkeppni ríkti milli þessara tveggja aðila, en þeir unnu báðir ákveðið frumkvöðulsstarf á þessum vettvangi. Reksturinn gekk hálf brösulega hjá báðum, enda við tvöfaldan stofnkostnað að etja. En brautin var rudd og um síðustu áramót sameinuðust aðilarnir um rekstur á nýrri stöð að Fitjum, sem rekin er undir nafninu Meðferð hf með helmingsað- ild beggja fyrrnefndra fyrirtækja en eldri starfsemi þeirra var lögð niður. Stærstu hlut- hafar í íslensku meðferðarstöðinni eru þeir Bjarni Steingrímsson, Brynjólfur Hauksson, Bergur Guðnason og Skúli Thoroddsen. Þeir eiga einnig Fitja hf sem er eignafélag hús- næðisins að Fitjum. Flúsið er yfir 800 fer- metrar að stærð og hentar vel rekstri með- ferðarstofnunar. Húsnæðið var áður í eigu Kristins Finnbogasonar, en þar áður Hilm- ars Helgasonar. Þeir sem standa að Von eru nú þeir Grétar Haraldsson, Kristján Ómar Kristjánsson og Grettir Gunnarsson. Meðferð hf og fyrirrennarar þess hafa lagt gífurlega vinnu í„ markaðssetningu", ef svo má að orði komast um öflun sjúklinga á er- lendum vettvangi til meðferðar á íslandi. Alkóhólistarnir hafa komið frá Grænlandi, Færeyjum og nú síðast Svíþjóð. Skúli Thor- oddsen hefur stjórnað vinnunni í Svíþjóð. Þar eru starfandi skrifstofur með sænskum starfsmönnum sem sjá um upplýsingastarf- semi, eftirmeðferð sjúklinga og fjölskyldu- námskeið. Skrifstofurnar eru í Vallberg í Hallandi þar sem búa um 260 þúsund manns og í Falun í Dölunum þar sem búa um 220 þúsund manns. Starfsemi þessi hefur notið vaxandi trausts, sérstaklega eftir að reynslan hafði leitt í ljós betri árangur íslensku með- ferðarinnar en þekkist í Skandinavíu. Landsstjórnirnar í Færeyjum og á Græn- Bjórinn hefur bæst við hér á landi en nágrannar okkar hafa verið í nánum kynnum við hann um langan aldur. Eftir of nána viðkynningu þurfa sumir Skand- inavar sækja sér lækningu að Fitjum. landi hafa stutt mjög við bakið á þeim lönd- um sínum sem til íslands fara til að leita sér lækninga og bæjarstjórnir í Svíþjóð og hér- aðsþing þarlendis eru í vaxandi mæli að taka þátt í þessari starfsemi. Eftirspurnin er þegar orðin það mikil að biðlistar hafa myndast og er fullbókað á Fitjum á þessu ári. í Noregi hefur einnig vaknað áhugi á þessari íslensku meðferðarstofnun, og mun ætlunin að opna skrifstofu í Osló í júnímánuði. Þessi atvinnugrein byggist á „íslensku hug- viti" á vettvangi sem flestar þjóðir þurfa að fást við. Reynslan hefur sýnt, að íslendingar hafa náð meiri árangri á tiltölulega skömm- um tíma en aðrir og virðist það nú vera að skila sér í atvinnulífi og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Óskar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.