Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 56
VIÐSKIPTI Norrænu ráðherranefndina fyrir að sýna norrænum atvinnurekendum linkind í sam- bandi við meðákvörðunarrétt yfir landa- mærin. Hann hefur hótað því að verkalýðs- hreyfingin muni fá ríkisstjórnir Norðurlanda til þess að setja lög um þetta efni, náist ekki samningar við atvinnurekendur. Norræna verkalýðssambandið gerir kröfu um að fulltrúar verkalýðsfélaga innan nor- rænna fyrirtækjasamsteypa fái að hittast til skrafs og ráðagerða. Þeir fái ennfremur rétt til þess að krefjast upplýsinga um hag og áætlanir stjórnar samsteypunnar, og rétt til þess að eiga viðræður við aðalstjórnina. Allt á kostnað atvinnurekenda. Mauritz Enqvist frá finnska atvinnurek- endasambandinu hefur svarað þessum kröf- um í Huvudstadsbladet 27/2 ’88. Hann held- ur því fram að NFS hafi illu heilli tekist að læða ákvæði um santráð innan norrænna fyrirtækja inn í áætlun Norðurlanda um efna- hagsþróun og fulla atvinnu frá 1985 — Norð- urlönd í vexti. Hann heldur því fram að hér sé eingöngu um valdapólitískt útspil nor- rænnar verkalýðshreyfingar að ræða. Síðan sé ætlunin að nota Norðurlöndin sem stökk- pall fyrir Evrópusamband norrænna verka- lýðsfélaga sem hyggi á áþekka kröfugerð innan Evrópubandalagsins. Enqvist minnir á að bæði innan ILO og OECD hafi ríki. verkalýðshreyfing og at- vinnurekendur samþykkt tilmæli um beina samninga rnilli fyrirtækjastjórna og verka- lýðshreyfinga í hverju landi fyrir sig, burtséð frá eignarhaldi. Annars sé hætta á því að stjórnir dótturfyrirtækja verði sniðgengnar, en þær ættu að öðru jöfnu best að vera færar um að meta aðstæður heima fyrir. NFS telur hinsvegar að aðstæður hafi breyst og nauð- synlegt sé að verkalýðshreyfingin geti rætt við þá sem raunverulega hafa völdin í alþjóð- legum hringum og ákveða hvaða verksmiðj- ur og dótturfyrirtæki skuli sett á vetur eða seld til slátrunar. EB-möskvar Tímaritið Economist á Bretlandi birti í nóvember 1987 lista yfir það sem Skand- inavíuríkin Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa framyfir EB-ríkin að þess mati. Þetta eru mikilvægir möskvar í norræna vel- ferðarnetinu og margir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar óttast að EB- staðlarnir muni stækka möskvana í net- inu og gera tilveruna ótryggari fyrir launa- fólk. ■ Norðurlöndin eru efst á lista OECD um þjóðarframleiðslu á mann. Noregur er með tvöfalda þjóðarframleiðslu á mann miðað við meðaltal EB-ríkja. Jan Balstad frá norska Aiþýöusamband- inu. Útilokun frá Efnahagsbandalaginu gæti þýtt minnkandi atvinnu á Norður- löndum. Atvinnurekendur saka hinsvegar NFS um að vilja nota valdapólitíska stöðu sína á Norðurlöndum til þess að skapa evrópskt fordæmi. og allt situr fast í þeirri þriggja aðila nefnd sem verið hefur að störfum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar frá því 1986. Innan Evrópubandalagsins var svokölluð Vrediling tillaga um upplýsingaskyldu fyrir- tækja og áhrif launafólks lögð á hilluna 1977. Evrópusamband frjálsra verkalýðsfélaga vill nú hefja nýja sókn á þessu sviði og krefjast raunverulegra áhrif á hina., félagslegu vídd", sem talað er um í félagsmálaráði EB en ekki er virt úti í atvinnulífinu. Tvær raddir um framtíðina Að lokum skulum við íhuga álit tveggja heið- ursmanna á því hvaða leiðir sé um að ræða í eða norrænt ■ Fólk lifir lengur á Norðurlöndum en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Barnadauði er minnstur í heimi og lestr- arkunnátta mest og best. ■ Slömm fyrirfinnast varla, ekki einu sinni í miðborgum. ■ Hlutur skatta af þjóðarframleiðslu er hár (40-50%), en um leið eru hin opin- beru fjárlög í betra jafnvægi en annars- staðar í Evrópu. aðlöguninni að hinu nýja „vestrómverska Evrópuríki". Peter J. Boidt hjá Alþýðusambandinu í Finnlandi telur að Norðurlöndin muni neyð- ast til þess að kjósa sér einhverskonar sam- bland af eftirtöldum þremur leiðum: 1. Fullkomið sjálfsforræði með einangrun, minnkandi hagvexti og verri hag. 2. Aðlögun að EB með minnkandi sjálfsfor- ræði án þess að hafa áhrif á ákvarðanir innan þess. 3. Beinar greiðslur til EB gegn því að fá að vera með í sameiginlegum markaði á hag- kvæmum kjörum, en með rétti til þess að velja aðrar lausnir en EB á sumum sviðum. Skoðun Boldts er sú að aðlögunin verði aldrei að kostnaðarlausu og spurningin sé um það hve dýru verði menn vilji kaupa hana og í hvaða gjaldmiðli þeir vilja greiða. Blaðamaðurinn Olle Svenning á Arbetet í Málmey, sem lengi hefur fylgst með Evrópu- málum, m.a. frá París, greinirsvo frá afstöðu vinstri sinna á Ítalíu og Englandi: „Nú er svo komið að bókstaflega enginn í þessum hópum enskra og ítalskra vinstri sinna heldur fram einangrunarstefnu, stefnu velferðar íeinu landi. á móti hinu kapítalíska Evrópubandalagi. Auðvitað telja þeir að EB sé frjálslynt bæði hvað líður hugmyndafræði og efnahagsstefnu. En svar vinstri manna hlýtur að vera sameining í Evrópu um að gefa Evrópusamvinnunni annað inntak. Ef þörf krefur verður að þeirra mati að rífa upp Rómarsáttmálana sem gerðir voru í mestri frosthörku kalda stríðsins." Og Olle Svenn- ing bætir við frá eigin brjósti: „Evrópusam- band frjálsra verkalýðsfélaga hefur gert sér stefnuskrá, sem að vísu gerir ekki ráð fyrir evrópskum sósíalisma, en miðar að Evrópu þar sem fullt tillit er tekið til félagslegra og mannúðlegra vídda í framleiðslukerfinu." Stokkhólmi 30. mars/ Einar Karl Haraldsson. velferðarnet ■ Atvinnuleysið er svo lítið að afgangur- inn af Evrópu ætti að skammast sín. ■ Norðurlöndin eiga heimsmet í aðild að verkalýðsfélögum. ■ Sú félagslega ábyrgð sem menn taka hverjir á öðrum og sú umönnun sem er sýnd sjúkum og veikburða kemur einnig fram í því hvernig fólk og fyrirtæki um- gangast náttúruna. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.