Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 49
MENNING bæli á landinu. Þorbjörg Guðmundsdóttir bætir þar nokkru við og segir Jóhann hafa verið mjög hjálpsaman dreng og háðan móð- ur sinni: „Oft heyrðist hljóma, ég skal hjálpa þér við þetta, mamma mín. Eitt sinn sem oftar fór hann upp í fjall með móður sinni, er hún var að sækja mó. Móinn bar hún á bakinu. „Hvíldu þig nú mamma mín", sagði hann á heimleiðinni, „hérna er svo góður og falleg- ursteinn aðsitja á". „Nei, góði minn, éghvíli mig ævinlega á vissum steini niðri á holtinu". „Nei, heldur hérna mamma mín, heyrðirðu ekki lagið, sem fossinn er að syngja og sjáðu hvað hann er fallegur, mamma. Þú hlýtur að heyra lagið núna, mig langar svo til að hlusta lengur á það““. Eftir þessari frásögn að dæma virðist það snemma hafa átt við, sem vinur hans sagði síðar: „Hugarheimur hans allur var einn samhaldinn skáldlegur draumur". Hvíti dauðinn herjaði fljótt á Jóhann Jónsson og fermingarveturinn var hann alveg rúmliggj- andi. Sr. Guðmundur Einarsson prestur í Ólafsvík tók að sér að kenna Jóhanni rúm- liggjandi og bjó hann síðar undir skóla og las Friðrik A. Friðriksson síðar prestur á Húsa- vík með honum. Það fór ekki mikið fyrir Steinunni Kristj- .ánsdóttur, pasturlítilli púlskonu, sem dró lífs- andann í Ólafsvík í á annan áratug eftir að sonur hennar dó. Hún lifði þó löngum fyrir hann og frænka hennar segir frá því, að Steinunn hafi yljað sér við frásagnir af Jó- hanni og bernsku hans síðar meir í lífinu. Ætli þessi kona lifi ekki í Söknuði Jóhanns: En þei, þei, þei — svo djúpt er vor samvizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað þvflíkt sem komið sé hausthljóð í vindinn, eitthvað þvflíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar?...Ó, hvar? Halldór Laxness kemst svo að orði í Skáldatíma að vinur hans Jóhann Jónsson hafi verið í heiminn borinn til að yrkja þetta kvæði, andlátskvæði sitt, Söknuð. „Hvar, ó hvar ,hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glat- að?“ Jóhann lést í Leipzig í Þýskalandi úr tæringu árið 1932, en Halldór hitti móður Jóhanns Jónssonar í Ólafsvík löngu eftir lát hans.væntanlega 1936. I Skáldatíma segir hann: „Ólafsvík, þetta var vík Jóhanns og enn með nokkurnveginn ummerkjum eins og hann' skildi við hana dreingur. Móðir hans var enn á lífi. Ég heimsótti gömlu konuna í litla bæn- um hennar sem hét að Koti og stóð á lágri grund utarlega í þorpinu og kálgarður í kring. Þetta var fjarskalega pasturslítil kona sem sat við lítinn glugga og lét lífið fara fram- hjá sína vild, þegjandi. Mér fanst ég vera að tala við hans „sáluðu móður" sem hann minnist á í kvæði sínu þó hún lifði son sinn um heilan áratug eða meira. Hann vissi sem var að kvæðið ber í sér sína eilífið og mundi verða lært eftir að bæði hann og móðir hans væru öll. Hún var einsog kona sem ég hefði þekt, en væri laungu dáin og bæri nú fyrir mig í draumi: það var einhvern veginn eing- inn snertipúnktur. Hún vissi ekki hver ég var og ég vissi í rauninni ekki heldur hver hún var; en hún gaf mér kaffi og við horfðum hvort á annað — þegjandi. Það var einsog ég væri kominn híngað til að skoða einkennileg- an fugl og fuglinn horfir á mig jafnforvitinn á móti“. Jóhann Jónsson kvæntist árið 1921 Nikó- línu Árnadóttur frá ísafirði en þau skildu eftir nokkurra ára samvistir. Jóhann fór til Leipzig 1921 og kom aldrei heim til íslands eftir það. Þar bjó hann með ástkonu sinni Elísabetu Göhlsdorf, sem annaðist hann síð- ustu árin af mikilli natni. Fram á hinsta dag hélt Jóhann bréfasambandi við móður sína og hún fékk Þorbjörgu frænku sína til að skrifa Jóhanni fyrir sig. Áður en lauk var bréfasafn þetta orðið mikið að vöxtum. Eftir að Jóhann dó gætti móðir hans bréfanna eins og þau væru það sem tengdi hana við lífið, hún vildi ekki skilja þau við sig, en bað Þorbjörgu sérstaklega að taka þau eftir sinn dag og varðveita þau. í lifanda lífi voru þessi bréf Steinunni helgur dómur. „Milli þeira mæðgina hafði hafði alltaf ríkt einstök ástúð, svo ég hefi vart kynnst slíku. Hvernig sem allt valt fyrir hon- um, skifaði hann henni alltaf með stuttu millibili, svo þetta var orðið mikið safn“ seg- ir Þorbjörg Guðmundsdóttir í tilvitnuðum æviminningum sínum. Eins og áður sagði bjó Steinunn Kristjáns- dóttir með Kristjáni Þórðasyni síðustu árin í Ólafsvíkurkoti. Nokkrum dögum eftir and- lát Steinunnar fór Þorbjörg frænka hennar í kotið að sækja bréfin ásamt einhverjum smá- hlutum, sem Steinunn hafði eftirlátið henni. Þegar hún kom í kotið var Kristján að sýsla í dóti Steinunnar og rabbaði við Þorbjörgu í leiðinn. Hún settist niður í andvaraleysi. Kristján tekur upp þykkan bréfapakka með bréfum Jóhanns. Þorbjörg uggði ekki að sér og hélt Kristján ætla að líta á bréfin fyrir forvitni sakir. En þá stendur öldungurinn upp snögglega og segir:„Það er víst óhætt að henda þessu bölvuðu rugli" — og grýtir um leið öllum bréfapakkanum á eldinn. Þor- björg stirðnaði upp og hljóp svo til að reyna að bjarga pakkanum, en um seinan. Þannig fór þessi bókmenntafjársjóður for- görðum í óskiljanlegu hugsanaleysi. Þor- björgu sagðist svo frá: „Þetta var svo mikið áfall fyrir mig, að ég tárast enn í dag við að hugsa til þessa. Þessi Gallerí SVART Á HVÍTU Laufásvegi 17, 101 Rvik. Sími 2 26 11 Opið alla daga nema mánudaga 14—18 HULDA HÁKON • SIGURÐUR GUÐMUNDSSON • BRVNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR • GEORG GUÐNI • HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON KARL KVARAN GUNNAR ÖRN JÓN AXEL PIETER HOLSTEIN GRETAR REYNISSON GALLERÍ SVART Á HVÍTU Laufásvegi 17, 101 Rvik. Sími 2 26 11 Opið alla daga nema mánudaga 14-18 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.