Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 36
ERLENT
Vestur — Þýskaland
Jafnaðarmenn vinna stórsigur í
Slésvík-Holtsetalandi
Arthúr Björgvin á tali við Björn Engholm hinn nýja forsætisráðherra í Slésvík, en í
janúarhefti Þjóðlífs var viðtal við þennan sigurvegara kosninganna — framtíðar kansl-
araefni vestur- þýskra sósíaldemókrata?
Það var dauft yfir Hclmut Kohl, kanslara
Vestur-Þýskalands, þegar hann birtist á sjón-
varpsskjánum að loknum kosningunum í
Slésvík-Holtsetalandi þann 8. þessa mánað-
ar. Kanslarinn hafði reyndar ærna ástæðu til
að vera hnípinn, því flokksbræður hans,
kristilegir demókratar, í fylkinu milli Norð-
ursjávar og Eystrasalts, fengu heldur háðug-
lega útrcið í kosningunum. Það var ekki nóg
með að þeir töpuðu tæpum 10 af hundraði
atkvæða frá kosningunum í fyrrahaust, held-
ur misstu þeir bandamenn sína, frjálsa demó-
krata af þingi og týndu þar með allri von um
valdastóla í fylkinu næstu fjögur árin. Þessi
von var reyndar orðin harla dauf.
Eftir kosningarnar í fyrra kom upp sú
staða að kristilegir og frjálsir demókratar
höfðu samtals jafnmörg sæti (37) á fylkis-
þinginu í Kíl og jafnaðarmenn að viðbættum
þingmanni danska minnihlutans í Suður-
Slésvík. Þessi hnútur leiddi til þess að ekki
var hægt að mynda stjórn og efna varð til
nýrra kosninga.
Það eru vísast ýmsar ástæður fyrir því að
kristilegir demókratar hafa sett jafn alvar-
lega ofan hjá kjósendum í Slésvík-Holtseta-
landi og raun ber vitni. Þar vegur þyngst á
metum „Kílarhneykslið" fræga, sem upp
kom í tengslum við síðustu kosningar í fylk-
inu og er ótvírætt eitt mergjaðasta hneykslis-
mál vestur-þýskrarstjórnmálasögu. Fyrrver-
andi forsætisráðherra fylkisins, Uwe Bar-
schel, var staðinn að því að hafa látið njósna
um einkalíf andstæðings síns, Björns Eng-
holms, leiðtoga jafnaðarmanna í fylkinu,
auk þess sem Barschel beitti ýmsum öðrum
miður vönduðum meðölum til að klekkja á
Engholm. Þetta mál sem á köflum minnti á
ýkjufullan farsa endaði með því að Uwe Ba-
rschel fannst látinn á hóteli í Genf. Við
krufningu kom í ljós að dánarorsökin var
ofnotkun róandi lyfja. Talið var víst að þessi
valdafíkni og gæfulausi stjórnmálamaður
hefði stytt sér aldur, þótt raddir væru uppi
um að hann hefði verið ráðinn af dögum.
Það er enginn vafi á að persónulegar vin-
sældir Björns Engholms áttu stóran þátt í
þeim glæsilega kosningasigri sem jafnaðar-
menn unnu í Slésvík-Holtsetalandi. Frá því
að Barschel-málið kom upp, hefur Engholm
verið tíður gestur í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að
þessi fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Helmuts
Schmidts hafi verið hóflega hrifinn af þeirri
frægð var hún honum ótvírætt til góðs (sjá
viðtal við Björn Engholm í janúarblaði
„Þjóðlífs").
I stað 36 setjast nú 46 jafnaðarmenn á
fylkisþingið í Kfl. Þingmönnum kristilegra
demókrata fækkar úr 33 í 27 og flokkur
danska minnihlutans í Suður-Slésvík (SSW)
heldur sínu eina sæti. Þegar litið er til þessara
hlutfalla er Ijóst að Björn Engholm sem tek-
ur við embætti forsætisráðherra fylkisins í
lok þessa mánaðar þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af harðri stjórnarandstöðu.
Þegar úrslitin komust á hreint lýsti Eng-
holm yfir því, að hann liti á þennan dóm
kjósenda sem sigur fyrir lýðræðið. Hann hef-
ur ávallt lagt áherslu á að brýnt sé orðið að
stokka upp valdahlutföll í fylkinu en kristi-
legir demókratar hafa verið við völd í Slés-
vík-Holtsetalandi í 38 ár. Svo langri valdatíð
eins flokks fylgir jafnan hætta á margvíslegri
spillingu og það er mál manna hér ytra að
Engholms bíði ærinn starfi við að stinga út
það tað sem hefur safnast fyrir í valdastofn-
ununi fylkisins á undanförnum áratugum.
Arthúr Björgvin Bollason, Munchen.
Úrslitin í tölum: hlutföll: bingsæti:
1987
SPD (45,2) 54,8% 46
CDU (42,6) 33,3% 27
FDP ( 5,2) 4,4% —
Gríine ( 3,9) 2,9% —
SSW ( 1.5) 1,7% 1
Aðrir ( 1.5) 2,9% —
34