Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 62
HEILBRIGÐISMÁL
Hlutdeild hins opinbera í kostnaði vegna tannlækningaþjónustu á Norðurlöndum í %.
ísland 75% ; 100% nema 1 50% af gullfyllingum. krónum. brúm og tannréttingum. 5 1 50 % 100% lang sjúkir og vangefnir 50% örorkulífeyrisþegar 75% örorkulífeyrisþegar meö tekjutryggin Ekki er greitt fyrir gullfyllingar. krónu 50% ellilífeyrisþegar 75% ellilífeyrisþegar meö tekjutryggingu gu r og brýr
Finnland 100% 1 40% 2 5
Danmörk 1 100% S 3 Vissar einfaldar aögeröir 60% ef reglulegt eftirlit 50% ef ekki reglulegt eftirlit 1 50% vissar einfaldar aögeröir
Noregur 100% 1 2 75% Greitt aö hluta skuröaögeröir. tannholdsaögeröir og tannréttingar
Svíþjóö 100% 2 ° 40% upp aö Skr. 2500- 75% ef yfir Skr. 2500-
Samanburður við önnur Norðurlönd.
veröa íslenskir foreldrar að greiða 25% af
kostnaði.
Árið 1974 voru í fyrsta sinn sett lög hér-
lendis sem gerðu ráð fyrir þátttöku hins op-
inbera í tannlæknakostnaði. Aðaláherslan
var lögð á skólabörn á aldrinum 6-15 ára, en
fljótlega var líka farið að greiða helming
kostnaðar fyrir 16 ára unglinga, öryrkja, elli-
lífeyrisþega og vanfærar konur. Ríkið
greiddi hins vegar ekki fyrir gullfyllingar,
krónur og brýr hjá þessum hópum, en það er
einmitt það sem veldur fólki mestum búsifj-
um. Árið 1978 var hætt greiðslum til van-
færra kvenna — í sparnaðarskyni — en ald-
urshópnum 0-2 ára var hins vegar bætt við og
greiðslur hækkaðar til forskólabarna og 16
ára unglinga. Jafnframt voru lækkaðar end-
urgreiðslur til grunnskólabarna fyrir gullfyll-
ingar, krónur, brýr og tannréttingar úr 100%
í 75%. Enn voru þessar greiðslur lækkaðar
árið 1984 og nú í 50%.
Það er því ljóst að síðasta hálfan annan
áratuginn hefur þjónusta ríkisins alls ekki
verið aukin og raunar minnkuð á sumum
sviðum. Að þessu leyti erum við langt á eftir
Norðurlandaþjóðunum sem okkur er svo
gjarnt að bera okkur saman við, nema
kannski helst Finnum. Bæði Danir og Svíar
veita miklu meiri þjónustu, eins og sjá má á
meðfylgjandi töflu. Þar er ástand tanna líka
miklu betra en hér.
Islendinga skortir ekki tannlækna eins og
ráða má af ströngum takmörkunum í tann-
læknadeild Háskólans. Nú höfum við einn
tannlækni á hverja 1100 í búa og einungis
fjórar þjóðir í heiminum búa betur að þessu
leyti. Engu að síður vantar tannlækna víða til
starfa utan Reykjavíkur og má nærri geta um
ástand tanna á slíkum stöðum.
íslendingar hafa til þessa einkum beitt
þeirri umdeilanlegu aðferð að útrýma Karí-
usi og Baktusi með því að gera jafnóðum við
skemmdirnar sem þeir kumpánar valda.
Grannþjóðir okkar hafa hins vegar sýnt fram
á að forvarnarstarf skiptir miklu meira máli
og gefur góða raun. Með því sparast gríðar-
legar upphæðir. Stefna hins opinbera hér-
lendis er í raun í því fólgin að spara aurana og
láta fólkið sóa krónunum — og gullfyllingun-
um.
Hrafn Jökulsson
60