Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 45
MENNING Mikael Reuter. Finnnlandssænkan undir stöðugum áhrifum frá ensku. Dr. Seppo Heikinheimo. Finnlandssvíar njóta mikilla forréttinda. Erik Allardt. Óviss staða finnlandssænsku. til baka frá Svíþjóð til Finnlands, þar sem finnskan þeirra er oft léleg. Finnskumælandi börn haldi sums staðar uppi sænskum skól- um, til dæmis í Pori (Björneborg) þar sem Finnlandssvíar voru áður í meirihluta. Pori er nú orðin alfinnskumælandi borg. Stjórnmálamenn hlynntir sænskunni Annað vandamál Finnlandssvía er sú mikla fækkun barnsfæðinga sem orðið hefur síðast- liðin ár. Fjöldi barnsfæðinga er mun lægri meðal Finnlandssvía en meðal Finna en Reuter segir að þróunin hafi sýnt að Finn- landssvíum fækki mun hægar en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þegar Reuter er spurður að því hversu mikið sé hægt að nota sænsku í Finnlandi segir hann að það sé erfitt fyrir útlendinga og utanbæjarmenn að fá þjónustu á sænsku, til dæmis í Helsinki, nema þeir þekki til og viti hvernig og hvar það sé hægt. Það sé auðvelt fyrir Finnlandssvía í Helsinki að nota sænsku því að þeir viti hvar þeir geta talað móðurmál sitt. Hann segir að Finnlandssvíar séu hvattir til að tala sænsku á opinberum stöðum. Hann bendir á að flestallir stjórnmálamenn séu hlynntir sænskunni í Finnlandi, það hafi greinilegast komið fram í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í janúar en allir forseta- frambjóðendurnir töluðu sænsku með ágæt- um og í ræðum sem þeir héldu á finnsku töldu þeir mikilvægt að viðhalda sænskunni í Finnlandi. Blaðadeilur Fil. dr. Seppo Heikinheimo, tónlistargagn- rýnandi hjá Helsingin Sanomat eða Helsinki- fréttum eins og blaðið myndi kallast á ís- lensku, er þekktasti núlifandi andstæðingur og gagnrýnandi Finnlandssvía og sænskunn- ar enda hefur hann látið mikið til sín taka í umræðum um málefni Finnlandssvía. Fyrir tveimur árum lenti hann í miklum blaðadeil- um í Hufvudstadsbladet, málgagni Finn- landssvía sem kemur út í Helsinki, og segist þá hafa fengið ótal símtöl frá Finnlandssví- um sem vildu mótmæla því sem hann hafði skrifað. Deilurnar enduðu með því að hann baðst opinberlega afsökunar enda segist hann hafa orðið var við að hafa sært tilfinn- ingar margra Finnlandssvía — það hafi hins vegar ekki verið ætlunin. Og enn á ný hafa deilur risið upp, að þessu sinni aðallega um það hvort nota eigi ensku í stað sænsku á fundum Norðurlandaráðs. Heikinheimo heldur því fram að Finn- landssvíar njóti mikilla forréttinda í Finn- landi og að enn þann dag í dag ráði þeir atvinnu- og efnahagslífi landsins. Þeim tök- um vilji þeir ekki sleppa. Hann bendir á að háskólar landsins séu víða skyldaðir til að taka inn fimm til tíu prósent Finnlandssvía á hverju ári án tillits til einkunna og að um 25% sænskumælandi stúdenta leggi stund á nám í viðskiptafræðum. Hann segir að 5% stúdenta í læknisfræði séu sænskumælandi og nú eigi að taka inn árlega ákveðinn fjölda sænskumælandi stúdenta í lyfjafræði en það fag er sérstaklega erfitt að komast í við Há- skólann í Helsinki. Hann segir að það sé „helmingi léttara fyrir sænskumælandi stúd- enta en fyrir finnskumælandi að komast inn í háskóla". Það sé ósanngjarnt og því verði að breyta. Heikinheimo segir jafnframt að Finnlands- svíar séu sífellt að verða finnskari og finnsk- ari, þ.e.a.s. þeir týni niður sænskunni en tileinki sér þess í stað finnsku sem þá verður móðurmál þeirra í stað sænskunnar. Þetta sé þróun sem viss finnlandssænsk festi, til dæm- is Hufvudstadsbladet, reyni að hamla en það sé þýðingarlaust þar sem þetta sé eðlileg þró- un. Hann viðurkennir að menningarframlag Finnlandssvíanna sé landinu vissulega dýr- mætt en bendir á að Finnlandssvíarnir hefðu afrekað nákvæmlega það sama þó þeir hefðu gert það á finnsku. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.