Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 57
VIÐSKIPTI
Sjálfvirk
þvottastöð
fyrir
flugvélar
Japanska flugfélagið Japan Air Lines ætlar
að koma fyrstu sjálfvirku þvottastöðinni fyrir
flugvélar í notkun. Ætlunin er að stöðin verði
tekin í notkun fyrir alvöru í haust. Um þessar
mundir er verið að reyna tækið, sem vinnur á
svipaðan hátt og bílaþvottastöðvar, með
sjálfvirkum burstum. Þessi þvottastöð kost-
Sjálfvirka flugvélaþvottastöðin að störfum.
aði sem samsvarar 13 milljónum þýskra
marka og fimm manna starfslið getur þvegið
Boeing 747 vél eða DC-10 á einni klukku-
stund. Fram að þessu hefur þvottur flugvéla
kostað mikinn tíma og mannskap.....
Spiegel
Glaðst fyrir
framan skjáinn;
999.999,999,99
dollarar.
Hvað á að gera við peningana?
Á dögunum gátu eigendur Pennzoil olíufyr-
irtækisins í Texas heldur betur glaðst fyrir
framan tölvuskjáinn. Þeir fylgdust með því
þegar Texaco, stærsti olíuhringur heims
greiddi skaðabótafé að upphæð 3 milljarðar
dollara, vegna yfirtöku Getty Oil á sínum
tíma, en vegna þess hafa verið málaferli í
mörg ár. Til að greiða skaðabótaféð þurfti
Texaco fjórar færslur þar sem tölvukerfið í
bandaríska bankakerfinu tekur ekki hærri
upphæð en 999,999,999,99 dollara í einni
færslu. Yfirstjórn Pennzoil veltir nú fyrir sér
hvort fyrirtækið eigi að greiða hluthöfum af
skaðabótafénu ellegar greiða hraðar niður
langtfmalán fyrirtækisins. A meðan var fjár-
magninu komið fyrir í verðbréfum, sem skila
firmanu 700.000.00 dollurum á dag.
Spiegel
Vestrænt
banvænt
eitur
Tvær milljónir manna í þriðja heiminum
verða fyrir eitrun af völdum skordýraeiturs
og því um líks á hverju ári. Þar af deyja um 40
þúsund manns. Alþjóðleg samtök neytenda
segja að 28 stórfyrirtæki í iðnríkjunum fram-
leiði og flytji út þetta eitur. í framleiðslulönd-
unum, aðallega vestænum iðnríkjum, er
framleiðsla og dreifing innanlands á þessu
dauðhættulega eitri háð mjög ströngu eftir-
liti. En útflutningurinn er nær algerlega eftir-
litslaus. Bandarískarefnaverksmiðjurseldu í
byrjun þessa áratugar einn milljarö tonna
eiturefna til útlanda. Fimmtungur þessa
magns voru eiturefni, sem bönnuð eru eða
háð mjög ströngum skilyrðum í Bandaríkjun-
um sjálfum.
Hressari
fyrirtækjasöngur
Nú er svo komið að japanskir stjórnendur
stórfyrirtækja eru ekki lengur ánægðir með
þau hefðbundnu Ijóð og lög sem sungin hafa
verið morgun hvern í skrifstofum og verk-
stæðissölum japanskra fyrirtækja. Þau
henta ekki lengur þeim tímum sem nú eru
gengnir í garð. Textarnir og lögin þykja nú of
væmin eða of baráttuglöð. Nú á að poppa
þetta upp; með léttari lögum og nútímalegri
textum. Eftirspurnin eftir poppaðri fyrirtækja-
menningu að þessu leyti er auðsjáanlega
mjög mikil; stórfyrirtækið Dentsu á sviði aug-
Japanskir starfsmenn syngja fyrirtækjasöng.
lýsinga hefur opnað sérstaka deild fyrir fyrir- krefst fyrirtækið frá 1,5 og upp í yfir þrjár
tækjalögin en fyrir hvert nýtt lag og texta milljónir króna.
55