Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 12
Skuldum vafinn
INNLENT
Uppsagnir á
uppsagnir ofan
Þegar Grandi var stofnaður voru starfs-
menn beggja fyrirtækjanna, ísbjarnar og
BÚR um 800 talsins, á síðasta ári voru
þeir 373 talsins og eftir nýjustu uppsagnir
verða þeir rúmlega 300 á þessu ári, að
sögn Sigurjóns Péturssonar.
„Það er almennt viðurkennt sem
þumalfingursregla að fyrir hvert eitt starf
í framleiðslu myndist þrjú til fjögur sem
afleidd störf í þjónustu. Þetta þýðir að hér
í Reykjavík hafa horfið nærri tvö þúsund
störf með samdrættinum í BÚR, ísbirnin-
um og Granda. Pó hér á svæðinu hafi
verið þensluástand á vinnumarkaði, þá er
það ástand sem gæti horfið á mjög
skömmum tíma. En þá verður ekki hægt
að fjölga störfum hjá Granda, því það
sem búið er að selja varanlega er afla-
kvótinn", segir Sigurjón Pétursson.
vinnslu var tap. Við stofnun Granda var
vinnsla á Seltjarnarnesi og Meistaravöllum.
sem hvort tveggja var lagt niður og starfsem-
in færð í Örfirisey. Starfseminni var skipt
upp í sérhæfingu þannig að það er einungis
unninn karfi í Gandagarði og þorskur og ufsi
í Norðurgarði. Pessi sérhæfing þurfti tvö
hús.
Hver er raunveruleg ástæða uppsagna
verkafólksins?
— Hún er sú sem fram hefur komið í
fréttatilkynningu frá okkur, annars vegar
rekstrarvandinn og hins vegar breyting á
vinnsluaðferð, — við erum að bregðast við
vanda með framleiðniaukandi aðgerðum.
í sambandi við þessar uppsagnir er höfðað
til skilnings fólksins. Spurt er hvort erfiðleik-
ar í rekstri eða vélvæðing hafi valdið upp-
sögnunum, vegna þess að Ragnar Júlíusson
stjórnarformaður fyrirtækisins kvað ekkert
samhengi vera milli uppsagnanna og styrks
til bflakaupa, fólkinu hefði verið sagt upp
vegna vélvæðingar. Hefur Ragnar rangt
fyrir sér?
— Ég er ekki sammála þessari skýringu.
Þú ert ekki sammála þessari skýringu
Ragnars Júlíussonar?
— Nei, nei enda hef ég tjáð mig á annan
veg.
Það hefur löngum verið formúla að for-
senda verulega aukins kaupmáttar verka-
fólks sé mikil aukning framleiðni. Nú hefur
framleiðnin á hvern starfsmanna aukist
verulega á skömmum tíma, en engu að síður
hefur kaupmáttur ekki aukist að sama skapi.
Er formúlan vitlaus, að aukin framleiðni
þurfi ekki að þýða hærra kaup?
— Þetta er náttúrlega fullyrðing af þinni
hálfu. Það hefur orðið mikil kaupmáttar-
aukning það ég best veit. Og í annan stað
hefur með bónus- og hóplaunakerfi verið
framleiðniaukning, þannig að með aukinni
framleiðni hafa báðir notið góðs af — fyrir-
tækið og starfsmennirnir. Laun fólks hafa
hækkað með auknum afköstum.
Á undanförnum misserum hefur kvóta-
hlutdeild höfuðborgarinnar rýrnað ali veru-
lega?
— Af Granda hálfu hefur þetta verið
þannig að við höfum verið með 3 skip á
aflamarki og 4 á sóknarmarki. Eins og sést af
tölurn hefur okkur tekist á undanförnum ár-
um að auka aflamagnið þrátt fyrir kvótakerf-
ið, vegna þess að skipin á sóknarmarki hafa
getað náð í meiri afla. Við gerum ráð fyrir
því í ár að veiða 24 þúsund tonn eftir að
Ásþór er farinn. Með honum fór kvóti upp á
tæp 300 tonn. En sjórinn á síðasta orðið í
þessu efni.
— Meðal þess sem var tilgangur Granda
við stofnun var að losa um eignir sem ekki
eru not fyrir og það höfum við gert. Fyrir
utan Meistaravelli og Seltjarnarneseignir.
voru það vörubílar, vélar og fleira. Allt hefur
þetta verið spurning um að reyna að nýta þær
fjárfestingar sem eru til staðar og það höfum
við gert.
Það kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi
verið haldinn stjórnarfundur um bílakaup
Granda fyrir Ragnar Júlíusson. Hver heimil-
aði þau?
— Um þetta hef ég það að segja: Ég veit
ekki betur en haft hafi verið samband við alla
stjórnarmenn í desembermánuði. Ég spurði
stjórnarformanninn sérstaklega að því, og
hann tjáði mér að búið væri að hafa samband
við alla stjórnarmenn vegna þessa máls.
Hver eru laun framkvæmdastjóra og ann-
arra æðstu manna fyrirtækisins?
— Ég tjái mig ekkert um launamál hér,
sagði Brynjólfur Bjarnason framkvæmda-
stjóri Granda að lokum.
Fyrirtækið hefur selt fleiri eignir að und-
anförnu.
250 þúsund í mánaðarlaun
„Ég vil ekkert tjá mig um laun hér“ „sagði
Brynjólfur Bjarnason forstjóri aðspurður
um laun æðstu stjórnenda Granda.
Samkvæmt heimildum Þjóðlífs var for-
stjóri Granda með um 250 þúsund krónur
í mánaðarlaun á miðju sl. ári. Þá var
framleiðslustjórinn með 180 þúsund
krónu mánaðarlaun, útgerðarstjórinn og
fjármálastjórinn voru einnig með sömu
mánaðarlaun. Næstu stjórar þar fyrir
neðan voru með um 140 þúsund krónu
mánaðarlaun. Stjórnarmenn fyrirtækis-
ins fá milli 130 og 140 þúsund krónur í
árslaun samkvæmt því sem kom fram í út-
varpsviðtali við Þröst Ólafsson á Rás 2
lO.maí.
12