Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 72
UPPELDI „Segjum að eitthvert eitur í andrúmsloftinu eða hangikjötinu valdi því að flestallir íslendingar verði ófrjóir og hœtti að eignast börn... um við ljóslega í æskunni eitthvað sem við viljum helst ekki vita af hjá sjálfum okkur eða kannast við sem slíkt. Þess vegna kjósum við fremur að hneykslast á krökkunum en sjálfum okkur. Þó svo að okkur greini ekki svo ntjög á um hvað sé nauðsynlegt og gott fyrir börn — hér er komið að hinni ástæðunni sem getið var hér að framan — þá er að ég hygg raunveru- legur ágreiningur á meðal fólks unt eitt mik- ilvægt atriði. nefnilega um ábyrgðina á upp- cldi barnanna. Þessi ágreiningur sem ég ætla að skýra rétt á eftir kristallast í afstöðu fólks til svokallaðra dagvistunarstofnana — „dagvistunarstofnun" er raunar einstaklega ljótt orð, orðið ..leikskóli" er miklu betra sem almennt heiti á þessu fyrirbæri. En fyrst örfá orð um leikskóla sem slíka. Það mun hafa verið allútbreidd afstaða fólks hér áður fyrr, svo sent ráða má af Atómstöðinni, að leikskólar væru sem slíkir slæmir fyrir börn. og væru þegar best léti neyðarúrræði, en mættu aldrei verða sjálfsagður hlutur. Trú- lega eimir eftir af þessu viðhorfi, en það er vissulega á undanhaldi, og ætla ég ekki að elta ólar við það. Ég tel að það lýsi einfald- lega fordómum. Vondar stofnanir eru vissu- lega vondar fyrir börn. en það eru vond heimili líka. Það er einfaldlega ekkert at- hugavert við góða leikskóla barnanna vegna. Þetta hygg ég að komi heint og saman við niðurstöður sérfræðinga sem reynt hafa að gera á þessu athuganir, og þetta er það sem hcilbrigð skynsenti segir manni. En máliðsem raunverulegurágreiningurer um er þetta: það er allúrbreitt viðhorf að uppeldi barna sé í rauninni ekki santfélags- legt mál. heldur fyrst og fremst mál foreldr- anna, sem hljóti að bera af því allan eða mest allan kostnað. Þetta sjónarmið er alls ekki það sama og hitt sem nefnt var á undan: það er vel hugsanlegt að hafa þá afstöðu að út af fyrir sig sé ekkert athugavert við leikskóla — foreldrar geti til dæmis tekið sig saman um að koma þeim á fót — en þetta sé alls ekki mál sem samfélagið í heild sinni, bær eða ríki, þ.e. hinn almenni skattborgari hafi nokkra skyldu til að láta sig varða eða láta fé af hendi rakna til. Þetta sjónarntið er oft mildað þannig að fólk telur ekki óeðlilegt að kosta einhverju til hjálpar þeim sem allra verst eru settir, en lítur á þetta sem eins konar ölmusu eða kristilega skyldu við þá sem eiga bágt, en álítur það ekki almenna samfélagslega skyldu sína að kosta einhverju til uppeldis annarra manna krakka. Sé það rétt að þetta sjónarmið sé allútbreitt í ein- hverri mynd — það eru sennilega fremur fáir sem halda því fram í sinni öfgafyllstu mynd — þá myndi það trúlega hrökkva nokkuð langt til að skýra hið bága ástand sem ríkir í leikskólamálum hjá þessari auðugu þjóð sem við tilheyrum. Við skulunt nú reyna að fara í saumana á þessu viðhorfi. Meginhugmyndin í því sent hér verður urn það sagt er vitaskuld ekki fruntleg fremur en annað sem um þessi efni er sagt: hún er ekki annað en útlagning á enn einni klisjunni: framtíðin býr í börnun- um. Fyrst er rétt að leiða hugann aðeins að því um hvað uppeldi eiginlega snýst. Grikkirnir gömlu veltu þessu nokkuð fyrir sér og fóru að mínum dómi nærri hinu sanna þar eins og um margt annað. Þeir sögðu að uppeldi sner- ist unt að kenna börnum og ungmennum dygð. í huga Grikkjanna var dygð allvítt hugtak. Það var nánast sama og mannkostir, allt það sent við teljum fólki til tekna, allt sem við teljum lofsvert og eftirsóknarvert í fari þess. Dænti unt dygðir í skilningi Grikkja voru heiðarleiki. tillitssemi. iðni, hug- rekki, vandvirkni, staðfesta; líka glaðværð, viska, hugkvæntni. Sem sagt allir eftirsókn- arverðir eiginleikar. Margar dygðanna eru beinlínis nauðsynlegar ef mannleg samskipti eiga að geta gengið eðlilega fyrir sig. Það er til dæmis varhugavert að skipta við flinkan pípulagningamann ef hann er óheiðarlegur, tillitslaus og latur. Aðrar dygðir, svo sem hugkvæmni og glaðværð eru þannig að við getum kannski ekki heimtað þær af öllum alltaf, en eru þó óneitanlega mikilsverðar og ansi væri mannlífið fátæklegt án þeirra. Þetta töldu Grikkirnir sem sagt að uppeldi snerist urn og við skulum ganga að því vísu að þetta hafi verið rétt hjá þeim. En ef uppeldi snýst um þetta í hvers þágu er það? Svar: bæði allra í samfélaginu og í þágu viðkomandi barns sem uppeldið hlýtur. Það er augljóst að það er minn hagur að aðrir séu mannkostum búnir. Að það sé þeim sjálfum til góðs þarfnast kannski einhvers rökstuðnings. Ég ætla ekki að bera hann frarn hér, en læt nægja að staðhæfa að mann- kostir í þessum víða skilningi eru almennt forsenda farsældar viðkomandi manneskju og sumpart felst farsældin í því að hafa þá til að bera. Ég ætla líka að leiða hjá mér aðra mikilvæga spurningu, sem vakna- í þessu sambandi: nákvæmlega hvaða eiginleikar fólks eru dygðir og hvaða dygðir er mest um vert? Hvort ber til dæmis að leggja meiri áherslu á dygðir á borð við sjálfstæði og frumkvæði eða trúmennsku og hógværð? Eða er hér kannski vitlaust spurt? Einhver kynni nú að segja, þetta er nú allt gott og blessað, en er nokkuð hægt að kenna dygðir í þessum skilningi? Eru það ekki bara erfðir og gæfan sem ráða? Svarið við þessu er bæði já og nei. aðallega þó já, það er hægt. Það er „nei" að því leyti að við kunnum enga tækni sem er neitt nærri því óbrigðul til að kenna dygðirnar, eins og er til við að kenna á bíl eða tölvu. Það er vegna þess að fólk er svo skrítið og dygð þess undarleg blanda ólíkra og stundum andstæðra eiginda. Svo er eins gott að maður hafi sjálfur til að bera það sem kenna skal öðrum. Á hinn bóginn vitum við mæta vel að eitt er vænlegra en annað í þess- unt efnum og sérstaklega vitum við um ýmis- legt sem hefur með nokkurri vissu óheilla- vænleg áhrif á börn og torveldar þeim að tileinka sér dygðina. Nú víkjum þá aftur að meginefninu. Varð- ar mig eitthvað um annarra manna krakka? Ætfi ég að vera tilbúinn að láta eitthvað af hendi rakna til að gera uppeldi þeirra sem best? Ef svo, af hverju? Af því að ég væri göfugmenni ef ég gerði það, en sjálfselskur nískupúki ella? Eða af því að það er skylda mín sem þátttakanda í samfélaginu? Ef til vill hugsa einhverjir sem svo: „Fólk með lítil börn er yfirleitt frekar ungt, það er ekki búið að koma undir sig fótunum eða er að streitast við að gera það. Það hefur meiri þörf fyrir tekjur en seinna meir. en oft minni mögu- leika á að afla þeirra. Og það hefur fyrir börnum að sjá. Er ekki skynsamlegt að við deilum þessu dálítið með okkur? Þeir sem eldri eru hjálpa þeim sem eru yngri. enda var þeim sjálfum hjálpað og þeir yngri munu hjálpa öðrum, kannski barnabörnum hinna fyrri seinna meir." Það er vissulega vit í þess- ari hugsun, en hún kemur þó ekki við kjarna málsins. Ef þetta væri einasta gilda ástæðan að hreinum kærleikssjónarmiðum undan- skildum fyrir félagslegri samhjálp í uppeldis- málum, sem fælist t.d. í því að taka þátt í kostnaði við góða leikskóla þá væri slík sam- hjálp í rauninni einkamál allra foreldra og barna þeirra. Hinum barnlausu væri málið óviðkomandi. En er það svo? Til að svara þessu skulum við bregða á leik með ímyndunaraflið. Hugsum okkur barn- lausan ntann. Gerum ráð fyrir að hann sé ágætlega efnum búinn. og að auki það sem maður myndi kalla lítt félagslega sinnaður: hann vill helst enga skatta borga, og ef hann gerir það vill hann vera nokkuð viss um að framlagið sé líklegt til að gagnast sér á ein- hvern hátt. Við skulum ennfremur gera ráð fyrir að hann sé lítill hugsjónamaður og sjón- arhóll hans fremur lágur. Hvað koma honum börn við? Jú, í fyrsta lagi er vert að benda á að það mun næstum því örugglega skipta hann nokkru hvort aðrir halda áfram að fæða (( 7«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.