Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 52
VIÐSKIPTI Frá Marseilles. Evrópusamband frjálsra verkalýðsfélaga telur að um þriðjungur evópubúa nái ekki fótfestu á vinnumarkaði, geti ekki aðlagast hröðum breytingum á honum eða sé í lamasessi af öðrum ástæðum. „Evrópa verðu að hafa hjarta". unni. Bara á þessari öld getum við talið upp eftirhreytur nýlendustefnunnar; tvær heims- styrjaldir; nasismann; stalínismann og skipt- inguna í austur- og vesturblokk með járn- tjaldi kalda stríðsins. Evrópuríkin glötuðu pólitísku og efnahagslegu frumkvæði í hend- ur Bandaríkjunum og Japan og hernaðar- legu frumkvæði til Sovétríkjanna. Það átti ekki upp á pallborðið að vera Evrópusinni. „En nú er annað uppi," skrifar Hans L. Zetterberg ritstjóri Svenska Dagbladet. „Það er hrein unun að vera Evrópusinni um þessar mundir. Eldflaugar hverfa. Austur- Evrópa opnar vesturgluggann. Gorbatsjov reynir að gera upp sakirnar við Stalín. I Vest- ur-Þýskalandi vinna góðu öflin hið svokall- aða sagnfræðingastríð, sem þar hefur geys- að. Vestur-Evrópa hefur eignast nýjar stofn- anir, þing, dómstóla, vísindalegar samstarfsáætlanir, reiknieininguna ECU og brátt heimamarkað innan Evrópubandalag- sins. Samkeppnin við Bandaríkin og Japan rekur okkur saman í hnapp. Og Evrópu- bandalagið er nafnið sem allt snýst um. Það hefur þegar innlimað Suður-Evrópu. Skand- inavíuríkin, Austurríki og Austur-Evrópu- ríkin eru á hreyfingu í átt til Evrópubanda- lagsins." Að mörgu leyti er þetta rétt lýsing á þeim hughrifum bjartsýni og nýrrar dagsbrúnar fyrir Evrópuhugsjónina sem nú tíðkast. Garnlir „Dagsbrúnarkallar" í Evrópu eru þó ekki líklegir til þess að láta hrífast eins og síðar verður að vikið. Bjartsýnistónninn er líka tiltölulega nýr af nálinni. Árið 1986 gaf Norræna verkalýðssambandið, NFS, út skýrslu sem bar heitið,. Norðurlönd á tíunda áratugnum". Þar var meðal annars leitt í ljós að Evrópulöndin hefðu sem heild dregist aft- ur úr Bandaríkjunum og Japan í þeim grein- urn framleiðslu sem tengjast svokallaðri há- tækni. Norðurlöndin voru þar síður en svo nokkur undantekning. Öll norrænu ríkin keyptu meira af hátæknivöru heldur en þau seldu nema Svíþjóð. Á árunum 1975 til 1985 hafði þróunin verið á þann veg að hlutur Norðurlanda hafði farið vaxandi á víkjandi nrörkuðum með trjávöru, málma og aðra hefðbundna vöruflokka, en hlutur þeirra farið minnkandi á vaxandi mörkuðum með hátæknivarning eins og til dæmis á rafeinda- og líftæknisviði. Norræna verkalýðssam- bandið taldi að þessar upplýsingar væru sem hljómur frá viðvörunarbjöllu. Yrði ekki brugðist við með réttum hætti væri velferð- inni á Norðurlöndum teflt í tvísýnu. Síðustu tíu ár hafa viðvörunarbjöllur af þessu tagi hringt víða um alla Evrópu. Einn af aðstoðarforstjórum IBM, Svíinn Tage Frisk, ræddi um það á finnska Verkfræð- ingaþinginu "88 sem haldið var í Helsingfors í byrjun febrúar, að sú svartsýni sem lengi hefði hrjáð Evrópubúa hefði nú vikið fyrir bjartsýni og trú á glæsta framtíð í iðnaðar- og tæknimálum. Evrópumenn hefðu tekið sjálfa sig í hnakkadrambið, skilgreint vanda- mál og framkvæmdaerfiðleika, og hrint af stað víðtækum samstarfs- og samskiptaáætl- unum á sviði vísinda-, rannsókna-, mennta- og menningarmála, auk þess sem stefnt væri að frjálsunr innra markaði innan Evrópu- bandalagsins 1992. Evrópusamband í vanda Evrópuhugsjónin átti rík ítök í hugum margra forystumanna evrópsks launafólks upp úr síðari heimsstyrjöld. enda var verka- lýðshreyfing víðast sterkt afl í uppbygging- unni. Fulltrúar evrópskrar verkalýðshreyf- ingar voru með í stofnun Kola- og stálbanda- lagsins, undanfara Evrópubandalagsins, og sátu í stjórn þess. Nú er annað uppi á ten- ingnum, enda hafa ítök samtaka launafólks farið þverrandi. Um þessar mundir sitja tíu þúsund æviráðnir embættismenn í aðalskrif- stofum Evrópubandalagsins í Brússel, með- an starfsmenn Evrópusambands frjálsra verkalýðsfélaga. sem einnig hefur aðsetur þar, eru um 30. Auk þess rekur Evrópusam- bandið að vísu hagrannsóknarskrifstofu. Fulltrúar verkafólks hafa meira eða minna verið frystir úti úr stjórnum samstarfsins inn- an EB, og eru aðeins með í svokölluðu fé- lagsmálaráði EB. Evrópusamband frjálsra verkalýðsfélaga á í miklum erfiðleikum, eins og raunar samtök launafólks almennt í VesturEvrópu. í sam- bandinu eru 35 verkalýðssamtök frá 21 landi. Opinberlega er það haft fyrir satt að innan Evrópubandalagsins séu 40% vinnufærra fé- lagar í samtökum launafólks. Víða er þó prósentan mun lægri og í Bretiandi og Frakk- landi til dæmis mun hundraðshlutinn vera kominn niður í fimmtán. Samtökum launa- fólks 'hefur mistekist hrapallega að ná til ungs fólks. sem víða er atvinnulaust langt frarn á fullorðinsár, svo og til fólks í nýjum og vaxandi atvinnugreinum. Gömlum vígum verkalýðshreyfingar eins og námum og stál- verum hefur verið lokað unnvörpum. Mill- jónir félaga hafa sagt sig úr verkalýðsfélög- um. Trúarbrögð og pólitík koma í veg fyrir samstöðu um brýnar kröfur. Portúgölsk og frönsk verkalýðsfélög sem lúta stjórn komm- únista eru útilokuð frá Evrópusambandi frjálsra verkalýðsfélaga, en innan þess eru samt næg misklíðarefni milli krata og hægri manna, mótmælenda og kaþólikka o.s.frv. Krafa Evrópusambandsins um virka at- vinnustefnu og markvissa iðnaðaruppbygg- ingu hefur beðið skipbrot því að ríkisstjórnir hafa skellt skollaeyrum við slíku tali. en ástundað þess í stað stefnu aðhalds og sam- dráttar í opinberum umsvifum. Á vegum ýnrissa hægri stjórna hefur verið unnið að því leynt og ljóst með ærnum árangri. að minnka áhrif verkalýðshreyfingarinnar. Víða hafa samtök launafólks og forystumenn þeirra, eins og t.d. á Bretlandseyjum. orðið tákn stöðnunar og efnahagskreppu. Það bætist svo ofan á tilvistarkreppu Evrópusambands- ins að alþýðusambönd í aðildarlöndunum hafa verið naum á fé og nísk á að lána sína bestu menn til baráttunnar á Evrópuvísu. En meðal forystumanna eru nú hafðar uppi miklar heitstrengingar um að hefja Evrópu- samstöðu launafólks til vegs og virðingar, og koma í veg fyrir að sú sameiningar- og sam- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.